Skírnir - 01.01.1973, Page 105
SKÍRNIR
VINUR RÍKISINS
103
Andstæðurnar í fari Bjarna sem embættismanns og skálds hafa
því að mestu legið í láginni: harður við lausafólk og smáþjófa,
mildur gagnvart breyskleika eldri samferðamanna eins og Sæ-
mund Hólm og Odd Hjaltalín. Og mætti ekki nefna Bólu-Hjálmar
í sömu andrá? Sem sagt: harka og viðkvæmni í einni og sömu per-
sónu í opinberu lífi. í einkalífi vitum við ekki annað en hann væri
góður heimilisfaðir og húsbóndi, glaður og reifur á góðri stund.
Ég endurtek: Þetta hafa íslenzkukennarar og fræðimenn allt upp í
háskóla ekki skýrt. Skáldskapurinn er skýrður með hliðsjón af per-
sónusögu skáldsins og hlýtur þar af leiðandi að liggja í skapgerð
hans og áliti eða mati á samferðamönnum og samfélagsháttum.
Og búið heilagur.
Svo seint sem á árinu 1968, þegar Þorleifur Hauksson skrifar
um endurteknar myndir í skáldskap Bjarna Thorarensens (Studia
Islandica, 27), er ekki farið út fyrir hefðbundnar skýringar: róm-
antískar orðasamsetningar á fyrra æviskeiði skáldsins og nöfn nokk-
urra erlendra ljóðskálda, sem auðgað gátu hugmyndaheim hans.
Það er fyrst nú á allra síðustu tímum, að í bókmenntarannsókn-
um er farið að skyggnast um í samtímabókmenntum erlendis fyrir
alvöru og gerður víðtækari samanburður en áður. Þetta á ekki sízt
við um fornbókmenntir íslenzkar. Öfgakenndra skoðana á hinn veg-
inn hefur líka gætt (sbr. W. Baetke). En slíkt ber að skoða sem eðli-
leg viðbrögð við alltof einstrengingslegum skrifum 19. aldar manna
fram á 20. öld. Þrætufræði (betra en ,,þrætubók“) befur frá dögum
Hegels og Marx frjóvgað samfélagsvísindi og heimspeki, þar á meðal
bókmenntafræði. Nú bregður líka svo við, að skyggnzt er um víðar
í rannsókn á skáldskap Bjarna Thorarensens en áður. Af erlendum
skáldskap er held ég bara minnzt á kvæði Ossíans (ekki á Oehlens-
chlager, Schiller og Creutz), en aðallega fjallað um þá andlegu
strauma, sem skáldið og laganeminn Bjarni Thorarensen varð fyrir
á námsárum sínum í íHöfn. Ég á hér við ritgerð Bjarna Guðnason-
ar í Afmælisriti Jóns Helgasonar 1969 (birt ári síðar en áður nefnd
ritgerð), sem ber heitið „Bjarni Thorarensen og Montesquieu“.
Hér er loks leitað víðar fanga en áður. Nú er frönsk menning tekin
til samanburðar eins og hún birtist í riti hins franska stjórnvitr-
ings (1689-1755), einnig leitað út fyrir raðir skáldanna. Heimspeki
og stjórnmál hafa sem kunnugt er líka áhrif á skoðanamyndun