Skírnir - 01.01.1973, Page 106
104
SVEINN BERGSVEINSSON
SKÍRNIR
skálda. Það er samtímamenningin eða úrval hennar sem oft eða oft-
astnær ræður lífsviðhorfi ungra skálda, sem enn eru í mótun. Ég
get ekki stillt mig um að taka hér upp smákafla:
Það er tímanna tákn, að skáldið skuli í anda Ossíans skynja fegurð í hrika-
legri og ógnvekjandi náttúru, en hitt skýtur skökku við, að hann skuli fagna
því, sem aðrir æðrast yfir, og bera lof á það, sem aðrir lasta: einangrun lands-
ins, harðindi, ógnir elds og ísa. Allt þetta hefur skáldið til skýjanna sem afl-
gjafa manngildis og þroska. En skáldið lætur ekki við það sitja. Það er ekki
einungis harðleikin veðrátta norðurhjarans, sem eflir og stælir karlmennsku
og þor. heldur gera veðurhlýindi og blíð náttúra suðrænna landa menn meyra
og lítilsiglda. (34)
Bjarni Guðnason hefur fundið líkindi með heimspeki Montes-
quieus og skáldskap Bjarna Thorarensens, þar sem hann ber saman
lífsskoðunina í þremur kvæðum: Þil nafnkunna landiS, SuSurlönd
og NorSurlönd og Veturinn við heimspeki hans. En eftir að Bjarni
Guðnason hefur endurprentað kvæðið Þú nafnkunna landiS á hls.
34^35, þá hefst skýring hans á þessum orðum: „Boðskapur kvæðis-
ins er í stuttu máli þessi: Lega, landslag og loftslag, valda því, að ís-
land hefur aldrei skemmt börn sín.“ Ef ég væri sammála Bjarna í
öllu, þá hefði ég ekki fundið hvöt hjá mér að skrifa þessa ritgerð.
Mín viðbótarskýring á kvæðinu hefst með skilningi mínum á tveim-
ur síðustu erindunum, sem byrja svo:
Ef læpuskaps ódyggðir eykjum með flæða
út yfir haf vilja læðast þér að ...
Þetta getur ekki átt við „legu, landslag og loftslag“ á Islandi.
Ég er nefnilega ekki viss um, að Bjarni Thorarensen hafi tekið
landslags- og loftslagskenningu Montesquieus bókstaflega, hafi hann
yfirleitt þekkt hana af frumheimildum, t. d. þýðingum.
Aftur á móti get ég fallizt á niðurstöðu Bjarna Guðnasonar, bls.
47: „Af því sem að framan greinir, má ráða, að eigi er unnt að fjalla
um vetur og norrænar hörkur, manngildi og karlmennsku í skáld-
skap Bjarna Thorarensens án þess að rekja þræði til Montesquieus.“
Af hinni einu tilvitnun skáldsins í Montesquieu í bréfi til Gríms
Jónssonar 1829 verður ekki mikið ráðið, eins og Bjarni Guðnason
tekur líka fram (bls. 44). Hins vegar hafa honum að öllum líkind-
um verið kunnar skoðanir um uppeldisáhrif lands og lofts, elds og
ísa, sem rekja má á einhvern hátt til hins franska höfundar. En aðr-