Skírnir - 01.01.1973, Síða 107
SKÍRNIR
VINUR RÍKISINS
105
ar leiöir voru einnig færar og lágu jaínvel beinna viö: kenningar
danskra fræöimanna, heimspekinga og stjórnvitringa.
Ég hafði ekki lesið hina merku ritgerð Bj arna Guðnasonar, þegar
ég rakst á danskan heimspeking og stjórnvitring, sem ujipi var á
sama tíma og Bjarni Thorarensen, og þekktur rithöfundur, þegar
Bjarni var við nám í Höfn. Þessi fræðimaður var Johannes Boye
(1756-1830), sem skrifað hefur bók í 3 bindum: „Statens Ven“ eða
Vin ríkisins. 1. bindi kom út 1792 (önnur útgáfa 1796), 2. bindi
1797 og 3. bindi 1814. Þó að ég hafi ekki séð þá merku bók, Anda
laganna, eftir Montesquieu (1748), tel ég vafalítið að Boye hafi
þekkt rit Montesquieus, jafnvel þótt meira beri á uppeldisáróðri hjá
skólamanninum Boye. „Det nytter ikke at lukke djnene for naturens
og menneskenes hárdhed, den svageste gár altid under.“ (Dansk
Litteratur Historie I, 1964, 572). I þessu efni er Boye fyrirrennari
Darwins. Rit hans er að sjálfsögðu miðað við Danmörk og danska
einveldið með konungsdýrkun og konungsást, eitthvað svipað því
sem við kynnumst hjá Bjarna. Og þess má geta að Friðrik 6. var
vinsæll, allt frá því hann tók við stj órnvelinum sem krónprins 16
ára gamall og hreinsaði til eftir Struense og Guldberg og tók A. P.
Bernstorff sér til aðstoðar sem utanríkisráðherra í stjórninni.
Af þekkingu Bjarna á öðrum skáldum eins og Shakespeare,
Schiller, Ossían, Tegnér og Oehlenschláger vitum við, að hann hefur
stundað fleira en laganámið í Höfn, þó að hann tæki próf í því með
ágætum. Og ef við aðhyllumst tilgátu Bjarna Guðnasonar, að um
hörkuna og karlmennskuna í skáldskap hans sé ekki unnt að fjalla
án þess að rekja þræðina til Montesquieus, þá má telja víst, að hann
hafi þekkt kenningar samtímamanns síns í næsta nágrenni, Jóhann-
esar Boyes. Að minnsta kosti var 1. bindi af „Vin ríkisins“ þá löngu
komið út (1792), önnur útgáfa af því kom 1796. Eftir nám ílentist
Bjarni í Höfn um tíma og lifði og hrærðist í andrúmslofti danskra
stjórnmála og dansks einveldis í andarslitrunum. Og varla hafa pró-
fessorar hans í lögfræði gengið fram hjá riti Boyes, þar sem það
„vakte stor tilslutning og belpnnedes af Selskabet til de skitínne og
nyttige Videnskabers Forfremmelse“ (Dansk Litteratur Historie, I,
572). Við vitum ekki, hvort Bjarni hefur þekkt J. Boye beinlínis af
lestri bóka hans, enda þótt það sé líklegt. Boye var af eldri kynslóð
og ekki prófessor í Höfn, heldur rektor menntaskóla í Nakskov.