Skírnir - 01.01.1973, Síða 108
106
SVEINN BERGSVEINSSON
SKIRNIR
En rit hans hafa sem sagt veriö menntamönnum í Höfn kunn, þ. á m.
þeim sem Bjarni Thorarensen átti andlegt samneyti við ekki síður
en rit Montesquieus.
Um embættisferil Bjarna Thorarensens á íslandi hefur margt ver-
ið skrifað. Og stjórnmál Islands og umbætur á landshögum áttu hug
Bjarna eins og var um fleiri, sem komu heim eftir Hafnardvöl, þar
sem þeir kynntust velgengni, en horfSu hins vegar upp á vanþróun
og fátækt heimalandsins. AndstæSurnar hjá þeim Magnúsi Stephen-
sen og Bjarna Thorarensen sem samstarfsmönnum liggja ekki í eðli
þessara manna, eins og stundum hefur verið haldið fram, heldur í
tileinkaðri lífsskoðun. Báðir höfðu þeir notið svipaðs uppeldis og
voru að uppiagi stirfnir í lund, ef á móti blés. Magnús er maður
hins upplýsta einveldis. Hann var eins og Þorkell Jóhannesson lýsir
honum réttilega: „heimsborgari í hugsun, víðsýnn og frjálshuga.
Ekki þýlyndur einveldisþjónn, eins og mönnum hætti við fram-
an af 18. öldinni, en því síöur einsýnn þjóðernissinni eins og
ýmsum hætti síöar til.“ (LýSir og landshagir II, 125). Mannúðar-
stefna hans í refsimálum er vitanlega tilkomin fyrir erlend áhrif.
Á milli þessara embættismanna liggja Napóleonsstyrjaldirnar og
„ný efling einveldisins af GuSs náS fyrir þrælabrögð hins helga
sambands ...“, svo að aftur sé vitnað í Þorkel (157). Bjarni þurfti
því ekki að leita langt yfir skammt til að verða efldur fööurlands-
vinur og einveldissinni - vinur ríkisins. ÞaS var því engin furða,
þó að þeim lysti saman í Landsyfirréttinum í Reykjavík, 18. aldar
frjálshyggju dómstjórans, Magnúsar Stephensens, og einveldis-
hyggju assessors Bjarna með strangari kröfum í refsimálum.
ÁSur en ég fer út í samanburð, þykir mér rétt að lýsa heims-
skoðun Jóhannesar Boyes að nokkru. Hann er „vinur ríkisins“, þ. e.
einveldisins. Ég gat um áður, að hjá Boye koma fram hugmyndir,
sem Darwin setti greinilegar fram síöar. Boye álítur að einstakling-
urinn eigi að lifa samkvæmt lögmáli náttúrunnar, og það sé honum
fyrir beztu, það sé hamingja hans, að lifa í samfélagi. (Hann er
bæði gegn Kant og Rousseau). RíkiS á aS stjórnast af sama lög-
máli. Einstaklingurinn göfgast viS „dyggS“ og „réttarfar“, aSeins
góSur einvaldur kann aS stjórna. Fyrsta bók hans er líka um ánægju
og hamingju.
Jóhannes Boye er uppalandi og heimspekingur. Honum er um aS