Skírnir - 01.01.1973, Síða 109
SKÍRNIR
VINUR RÍKISINS
107
gera, hvernig fyrirmyndarríki eigi að vera. Þegnarnir eiga að alast
upp við hörku — einkum til að standa fjandmönnum sínum á sporði
í hernaði. Þetta gat ekki verið áhugamál Bjarna Thorarensens.
En uppeldisharkan lá í loftinu, og hana gat hann tileinkað sér.
„Naturen optugter sine Börn strengt, men det skeer for at frem-
stille Helte“. (Boye II, 116) Það er kuldi og harka hinnar íslenzku
náttúru, sem Bjarni leggur mesta áherzlu á í Þú nafnkunna landið.
Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði,
f jöll sýni torsóttum gæðurn að ná...
Eru þessar línur ekki sem endurómur frá heimspekingnum Boye,
bara lagaðar að íslenzkri náttúru, þegar hann segir:
Fra Barnsbeen blive Agerdyrkerne Bekiendtere og venner af Naturen. De op-
drages tii mindst at behpve Skiul; ... og dersom Retskaffenhed, samt Ærens
Fplelse for Retskaffenhed, ere Egenskaber der maae iedsage Tapperheden,
naar denne skal være Fædrelandet til Gavn: findes ikke da disse Dyder længst
og meest hos Landmanden, fordi man længst og meest hos ham kan udholde at
være dydig? (Boye III, 247-24S).
Boye segir á öðrum stað:
Ved Strid og Arbeid hielpes Mennesket frem til det han er. Ved Strid og
Arbeid skal det bevares fornuftigt. (II, 116). Han er Mand og Fader for
Staten. En stræng Bevogter af Retfærd og Dyd; ... og Vellyst, der er kun til
for dens egen Skyld, fik aidrig mindste Part i hans Handling. (III, 245-246).
Bjarni tekur náttúrlega mið af aðstæðum síns heimalands. Þræl-
dómurinn var ekki umtalsverður. Hinsvegar fjarstaða landsins og
óblíð veðrátta. Það voru hinir réttu uppalendur:
... landið sem aldregi skemmdir þín börn.
hvört þinnar fjærstöðu hingað til neyttir,
hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn.
Þrátt fyrir allt hefur íslendingurinn og skáldið Bjarni Thoraren-
sen sérstöðu. Hann kallar ekki á menn að fórna sér fyrir ríkið í
hernaði, heldur talar hann til landsins að ala upp nýta menn. Is-
Iendingar höfðu ekki herskyldu í Danmörku. En lífsbaráttan er
nógu hörð samt til að ala upp hrausta sonu. Erlendar ódyggðir og
vellystingar voru eitur í beinum Bjarna, ekki sízt sem embættis-
manns. Sjálfur lagði hann hart að sér alla sína tíð og dó fyrir aldur
fram. Því lagði hann allt sitt traust á landið sjálft: