Skírnir - 01.01.1973, Side 110
108
SVEINN BERGSVEINSSON
SKÍRNIR
En megnirðu ’ei börn þín frá vondu að vara,
og vesöld með ódyggðum þróast þeim hjá,
aptur í legið þitt forna þá fara
föðurland áttu, - og hníga í sjá.
Þetta er lögeggjan. Hins vegar fjalla heimspekirit þeirra Montes-
quieus og Boyes um margt annað, svo að erfitt er um samanburð
nema í einstökum atriðum. Kvæði Bjarna er ekki skýring á legu,
landslagi og loftslagi, heldur uppeldiskenning. Þar á hann samleið
með Boye, sem álítur, að beztu hermennirnir komi úr sveitum lands-
ins, því að þeir séu aldir upp við óblíð kjör náttúrunnar:
De opdrages til mindst at beh0ve Skiul; til mindst at bie efter Soelskin
naar det gielder at komme f0r Fienden; og til mindst at 0nske magelige Veye
og gottende Fpde naar Fiende og Fare alene maa være for 0ine. (III, 247).
Boye og Bjarna liggur fyrst og fremst velferð þjóðar sinnar á
hjarta, þar sem heimspekileg kenning Montesquieus er hinum
franska heimspeking fyrir mestu. Aftur á móti er kvæði Bjarna bein
brýning til landa hans. Harka landsins elur upp hrausta sonu og
dætur, sem eiga að standa gegn vellystingum, vesöld og ódyggðum,
sem utan frá koma. Hann treystir hvorki kirkju né skóla, né sjálfum
Landsyfirréttinum til þess, heldur talar hann til landsins eins og
persónu, sem væri nær að sökkva í sæ og losa sig við börn sín sem
hverja aðra óværu ef það er ekki uppeldisstarfi sínu vaxið. Kvæði
Bjarna Thorarensens eiga við okkur erindi og ættu að vera okkur
hrýning enn þann dag í dag. Þetta kemur líka skýrt í ljós í loka-
erindinu í Suðurlönd og Norðurlönd:
Eða virða meir vísi
vellystar en hreysti?
Hún oss heldur í gildi,
hin oss linar til bana.
Eins og ég gat um í upphafi máls míns, sækja menn ekki aðeins
líkingar í orðavali út fyrir landsteinana. Menn sækja þangað líka
lífsskoðun, alþjóðlegt viðhorf, sem uppi er á hverjum tíma - jafn-
vel þótt þeir hafi ekki siglt, hafi það af bókum eða af vörum kenni-
feðra. Bjarni Thorarensen er engin undantekning frá þeirri reglu.
Islendingar hafa löngum verið námfúsir á erlendri grund. Ekki að-
eins fúsir til náms, heldur kannske framar öllu til að beita sínum