Skírnir - 01.01.1973, Page 111
SKÍRNIR
VINUR RÍKISINS
109
Iærdómi til framfara í heimalandi sínu. Þetta átti ekki sízt við á
19. öld, þegar skólagengnir og sérfróðir Islendingar voru hlutfalls-
Iega færri en nú.
Bjarni Thorarensen var ekki sérstaklega þekktur sem upprennandi
skáld meðal samlanda sinna í Höfn eins og Jónas Hallgrímsson síð-
ar og fleiri. Bjarni var maður átaka og atorku og hafði mið af því
í Höfn, sem menntun hans gat veitt honum til að verða dugandi
maður í sínu föðurlandi. Hann yrkir ættjarðarkvæði, en ekki eftir
tízku. Það fundum við unglingar í sveitum Islands, þegar við sung-
um Eldgamla ísafold. Og síðar í skóla voru túlkuð kvæði Bjarna
eins og Veturinn og Sigrúnarljóð eins og sérstök fagurfræðileg
viðhorf, sem Bjarna voru einum geíin. Eg álít það verðugt verkefni
fyrir unga íslenzkufræðinga, að rannsaka þessi viðhorf nánar. Við
Bjarni Guðnason höfum nú gert „hörkunni“ í skáldskap Bjarna
nokkur skil. Eftir er að rannsaka, hvaðan Bjarna kom yrkisefnið
um fegurð dauðans. Allt er skapað af nokkuru efni.
Ég hef þegar minnzt á þau menningarlegu og stjórnmálalegu áhrif,
sem Bjarni Thorarensen varð fyrir á Hafnarárum sínum. Bjarni
var einveldismaður, ekki aðeins þegar hann skálaði við Friðrik
Danaprins, síðar þann 7. í Friðriksgáfu á Möðruvöllum. Tileinkun
Johannesar Boyes fremst í 3. bindi hans, Statens Ven, gæti verið orð
Bjarna: „Monarken, Frederik den Siette .. . af hvem Studerende fik
Kraft til Videnskaber og Oldtid at belyse . .. helliges det. . .“
Og Bjarni gat engu síður en aðrir upprennandi embættismenn
þakkað eir.valdanum frama sinn ytra og heima. Skilningur hans á
einveldislögunum frá 1665 hefur sjálfsagt verið lítið frábrugðinn
þeim danska, að ísland væri hluti af danska ríkinu. Bjarni mátti
með sanni kallast Vinur ríkisins.
Hér hefur aðeins verið fjallað um einn þátt í skáldskap Bjarna
Thorarensens. Að vísu þann þáttinn, sem fann í einn tíma hljóm-
grunn í lífsskoðun hans við lærdóm og menntun fremur en „lífs-
reynslu“ og „draumsýn“, hvernig sem á nú að skilja það orð.
Lífsreynslan kenndi honum meira að segja að líta með skilningi
og samúð á mannlegan breyskleika. Sú samúð átti eftir að binda
honum íslenzkan lárviðarsveig fyrir skáldlegt innsæi í lýsingu á
samtíðarmönnum sínum í beztu eftirmælum hans og mörgum öðr-
um persónulegum ljóðum.