Skírnir - 01.01.1973, Page 113
KRISTJÁN ÁRNASON
Fyllt upp í eyður
Sígild erlend skáldrit á íslenzku
Eitt AF þvÍ, sem mjög hefur sett svip sinn á íslenzkt þjóðlíf und-
anfarin ár, eru hinar tíðu heimsóknir svonefndra erlendra stór-
menna til landsins, og er engu líkara en að ísland sigli hraðbyri að
því að verða sjálfur nafli heimsins, sem „allra augu beinast að“.
Hér rekur hver stórviðburðurinn annan í þessum efnum, hvort sem
um er að ræða alþjóðlegar ráðstefnur, listahátíðir, heimsmeistara-
einvígi, stjórnmálatoppfundi eða annað slíkt. Um leið fáum við
heldur betur tækifæri til að sýna í verki fornfræga gestrisni okkar
og höfðingslund, þar sem við keppumst við að veita hinum góðu
gestum beina og gjafir, hvort sem það er með því að fá þeim ein-
býlishús og bíla til umráða og leysa þá út með skattfrjálsum millj-
ónum eða með því að ljá þeim öfluga lögregluvernd. Eins og
nærri má geta er jafnan uppi fótur og fit hjá fjölmiðlum við slík
tækifæri og þess vandlega gætt, að fróðleiksþyrstur íslenzkur al-
menningur missi nú ekki af neinu og fái að fylgjast með hverju fót-
spori umræddra gesta. Og nú er öldin önnur en fyrir hundrað ár-
um, þegar við vorum afskekktir og hingað slæddust vart aðrir en
sérvitringar og áhugamenn um frumstæða lífsháttu, og munu ef-
laust margir glaðir og hreyknir af því, að við, sem áður hímdum
einir sér „langt frá öðrum þjóðum“, skulum nú loks hafa skolazt
inn í hringiðu sjálfrar heimsmenningarinnar.
En hlutirnir hafa sína ranghverfu, og það er alls ekki víst, þótt
við berumst svo mjög á á ytra borði, að við séum neitt meira „á
heimsmælikvarða“ í menningarlegu tilliti en fyrir hundrað árum.
Hver veit nema við höfum í öllu okkar brambolti fremur fjarlægzt
þann hugsjóna- og menntaarf, sem er grundvöllur og lífæð Evrópu-