Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 114
112
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
menningar, en við höfum tileinkað okkur hann. Og má henda á
margt til merkis um það. A síðustu öld, þegar fornmenntakennsla
var og hét hér í skólum, þá öðlaðist allur þorri íslenzkra mennta-
manna sýn inn í heim, sem flestum er lokaður nú. Einnig hefur
það að vissu leyti verið kostur, að menn þurftu að fara utan
til háskólanáms, því þannig komust fleiri í snertingu við erlenda
strauma. Og þótt menningarlíf á íslandi á síðustu öld hafi verið
nátengt baráttu okkar fyrir sjálfstæði, var stefnan ekki sú, að við
einblíndum æ meir á okkur sj álfa og segðum „trunt, trunt og tröllin
í fj öllunum“, heldur öfugt á þann veg, að við tileinkuðum okkur það
bezta úr arfi annarra þjóða og reyndum að brjóta það undir okkur.
Um það ber vott starf andlegra leiðtoga okkar á síðustu öld við
að þýða klassísk önavegisverk, sem þeir töldu að gætu orðið þjóð
sinni til aukins þroska.
En á tuttugustu öld, þegar ytri vegur okkar virðist fara svo mjög
vaxandi, verður vart sagt að risið á andlegu lífi þjóðarinnar hafi
hækkað að sama skapi, og kemur það víða fram. Skólunum er breytt
í það horf, að menntun í öllu því sem gæti kallazt húmanismi verð-
ur tómt hálfkák, og tilkoma eigin háskóla virðist hafa stuðl-
að að undarlegum heimalningshætti í mennta- eða fræðalífi þjóðar-
innar, sem mætti ef til vill lýsa sem svo, að menn hafi verið svo
uppteknir við að rýna í hverja hundaþúfu á heimalandi sínu, að
þeir hafi ekki mátt eygj a Ólymps tinda. Og ekki bætir það úr skák,
að í stað þess einhugar og hugsjóna, sem ríktu hér áður fyrr, verð-
ur allt þjóðlíf íslendinga á tuttugustu öld gagnsýrt af smásálarleg-
um flokkadrætti, þannig að flestir þættir menningarlífs, svo sem
bóka- og blaðaútgáfa, eru lagðir undir baráttu einsýnna, pólitískra
sértrúarhópa, sem er meir í mun að ala fólk á slagorðum og kreddum
en að koma því til nokkurs þroska. Til að verða menn með mönn-
um á ritvellinum hefur það ráð löngum dugað bezt að gerast
dindill einhvers þessa flokks og láta hann hossa sér fyrir, ekki ólíkt
því, þegar menn í umferðinni velja annaðhvort hægri eða vinstri
akrein til að komast fram fyrir hina.
í slíku andrúmslofti er þess kannski vart að vænta, að margir
finni hvöt hjá sér til að setjast niður við að þýða, fjalla um eða
stuðla að útgáfu verka eftir fjarlæga, rykfallna höfunda, sem menn
vita ekki einu sinni „hvorum megin“ eru. Raunar er það áberandi,