Skírnir - 01.01.1973, Síða 117
SKÍRNIK
FYLLT UPP I EYÐUR
115
vilja ganga á hólm við slík verk, þurfa ekki einungis að vera full-
hugar, heldur mætti ætla, að þeir kynnu að beita beittustu vopnum
stíls, máls og hátta. Að vísu er engan veginn einhlítt, hvernig eigi
að nálgast þetta viðfangsefni - það virðist að vísu liggja beinast
við að halda þýðingunni í formi frumtextans, en á því eru samt
viss vandkvæði: vera kann, að hinir grísku bragarhættir hæfi illa
íslenzku máli, enda er grísk braglist grundvölluð á allt öðru en
okkar, þar sem þar fer allt eftir mismunandi lengd atkvæða, en
ekki áherzlum, og af þeim sökum verður aldrei unnt að fá fram á
íslenzku hina mögnuðu hrynjandi grískra kórsöngva. Fram úr þessu
má að vísu ráða með því að beita háttum, sem okkur íslendingum
eru tamir og eiginlegir, allt frá fornyrðislagi til rímaðra hátta, en
þá er aftur hætt við, að þeim fylgi einhver blær, sem ekki hæfir
harmleikjunum. Og loks geta menn gert sér lítið fyrir og þýtt leik-
ina á óbundið mál, líkt og hið bundna mál sé eingöngu ytri bún-
ingur, sem megi að skaðlausu færa verkið úr, þannig að innihaldið
komi fram, án umbúða úr sér genginna hátta, á eðlilegu og skiljan-
legu máli, eins og því sem leikrit og j afnvel lj óð eru yfirleitt skrifuð
á nú á tímum. Þennan kost hefur Jón tekið og hefur þar einnig
fyrir sér þann hátt, sem Sveinbjörn Egilsson hefur haft á þýðing-
um sínum á Hómerskviðum, þar sem hann þýðir þær úr hexametri
á óbundið mál.
Nú vill svo til, að við eigum tvær þýðingar á íslenzku á upphafi
Agamemnons, og væri ef til vill ekki ófróðlegt að bera þær saman,
ef við mættum við það verða einhverju nær um kosti eða ókosti
bundins og óbundins máls hvors um sig. Bundna þýðingin er eftir
Grím Thomsen, prentuð í Ljóðmælum hans, en það er varðmað-
urinn á hallarþakinu sem talar:
Jeg vildi’ eg væri laus við þetta vökustarf
því vetrarlangt og sumars jeg á þekju dvel
og eins og hundur ligg á lappir mínar fram.
A ljósin nætur horfi’ eg, bjartan stjörnuher
af hafi sje jeg rísa’ og aftur renna’ í sæ
ráðendur árstíðanna, himins fögru hvel.
En eftir öðru litast jeg nú ljósi um,
af lokum Trójuborgar sem oss beri fregn;
svo hefur kona skipað fyrir karlmannslund,
knúin til þessa langeygðrar af vonar þrá.