Skírnir - 01.01.1973, Page 119
SKÍRNIR
FYLLT UPP I EYÐUR
117
Shakespeare, sem þó stendur í stíl sínum og persónusköpun nær
okkur en Grikkirnir, í óbundið' mál, enda sjáum við einna bezt hjá
honum, þegar hann skiptir yfir í óbundið mál til að fá sérstakan
blæ, hvaða tilgangi hinir bundnu hættir geta þjónað.
En hvernig ber þá að líta á hina óbundnu þýðingu Jóns Gísla-
sonar? Hefur hún sér það ef til vill helzt til ágætis að vera braut-
ryðjandaverk, sem hagyrtari sporgöngumenn koma til með að geta
notað sem „vertio“, er þeir gera sínar skáldlegu þýðingar af verk-
inu ? Slíkt mat væri á misskilningi byggt, því það hefur bersýnilega
aldrei verið ætlan Jóns að gera neina þessháttar „vertio“, - og er
raunar full ástæða til að vara menn við að nota þýðinguna sem
slíka. Því það sem virðist hafa einkum vakað fyrir Jóni Gíslasyni
hefur alls ekki verið að komast sem næst frumtextanum með ná-
kvæmri eða orðréttri þýðingu, heldur að skila honum eða jafnvel
að endursegja hann á vönduðu íslenzku máli með þeirri reisn og
þeim hátíðleika, sem harmleik hæfir, enda „hæfir slíkum verk-
um ekki neitt hversdagsmál“ að sögn Jóns sjálfs. Það verður vart
annað sagt um málfar Jóns en að það sé vandað, og tæplega mundi
það talið til hversdagsmáls, enda hefur Jón notið þess að geta seilzt
aftur til fornmáls íslenzks, sem hann beitir óspart og þá gjarnan
rammstuðluðu, ekki sízt í kórsöngvunum. í húningi Jóns Gíslason-
ar hafa þeir einatt yfir sér blæ Eddukvæða, eins og eftirfarandi
dæmi bera með sér: á bls. 78 „Stóð styrjargjörn við stýri Gunn-
ur“; á bls. 105 „Hinn myrki mannmyrðir öslar í fossandi blóði úr
opnum undum sifjunga, unz afmáð er ísköld blóðstorka barna-
morðsins fyrrum“; á hls. 129 „Römm leitar réttar rangsleitni sú,
er feður vorir og foreldrar hafa heittir verið. Þá munu harmljóð
meini blandin heiftbráðan knýja horskan hal til hefnda“; og á bls.
178 kveða Refsinornir: „Með stefjahreimi án strengleika í læðing
leggjum hugi alda sona og sjúgum merg úr beinum.“
I sjálfu sér þarf þessi fornlegi húningur alls ekki að fara harm-
leiknum illa, ef hann gerir hvort tveggja, að ljá þýðingunni þann
blæ forneskju sem sögunni af fjölskylduvígum Atreifsniðja og við-
ureign Orestesar við Refsinornir hæfir, og um leið að tengja hann
hliðstæðum bókmenntum, sem við höfum aðgang að á íslenzku og
eru í eðli sínu leikrænar eða dramatískar. Þetta á einkum við kór-
söngvana, sem á frummálinu eru ekki samdir á venjulegu attísku