Skírnir - 01.01.1973, Page 120
118
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
talmáli, heldur á dóriskuskotnu bókmenntamáli og mega því gjarna
stinga í stúf við samtalsþættina. Hins vegar getur þetta tungutak
orkað tilgerðarlega og ankannalega, ef því er beitt í óbófi, einkum
þegar það er notað í samtölum, eins og t. d. þegar Elektra, sem
„kemur frá gröfinni í mikilli geðshræringu“, segir: „Drukkið hef-
ur dropa fórnar hin dökkva mold. En nýlundu nokkra bar nú fyrir
mig. Kveð ég yður ráða.“ Það er engu líkara en að hin gríska kon-
ungsdóttir hafi gengið í skóla hjá fornköppum íslenzkum og lært
hjá þeim þá list að fela geðshræringu sína bak við kaldranalegar
setningar. Tilgerðarlegt orðalag má það teljast, þegar kórinn segir
við Kassöndru á bls. 94: „Þá 'nefur guðinn að réttum lögum lofnar
spennt þig böndum,“ því frumtextinn virðist þarna afar hispurslaus
eða eitthvað á þessa leiö: „Þú hefur samrekkt guðinum eins og lög
gera ráð fyrir.“
Og því ber ekki að neita, að víða fjarlægist þýðingin frumtextann
meira en góðu hófi gegnir, þar sem Jón Gíslason hefur lítt hirt um
að temja sér þann stíl, sem Æskhýlosi er eiginlegur og einkennist
af kynngimagnaðri samþjöppun, tígulegum einfaldleika og hnitmið-
un, heldur látið sér nægja að umskrifa setningar hans, oft á losara-
legan hátt og tilgerðarlegan. Þannig fá þær ekki einungis ólíkan
blæ heldur beinist stundum merkingin í aðra átt. Þessi tilhneiging
kemur fram þegar í síöustu setningunum, sem vitnað var í hér að
ofan, úr ræðu varðmannsins: „Svo hýður konan. Þó hún ali kven-
legar vonir í brjósti, er hún samt að viti og viljastyrk jafnoki karla.“
Þetta mætti kallast umritun á því sem stendur í frumtextanum og
yrði í nákvæmri þýðingu því sem næst: „Svo býður hinn eftirvænt-
ingarfulli karlmannshugur konunnar“, eða ef við viljum mæla í
hendingum: „Svo býður vonglatt karlmannshjarta konu mér.“
Æskhýlos er hér ekki að gefa Klytæmnestru eða konum almennt
einkunn fyrir vit eða viljastyrk, heldur á þessi setning hans að end-
urspegla óttablandna afstöðu varömannsins til drottningar sinnar.
Eiginleikar hennar birtast okkur á eftirminnilegan hátt á grískunni
í andstæðunni „konunnar karl -“ (gynaikos andro -). Þessi list and-
stæðnanna er einmitt eitt af einkennum forns bókmenntastíls og
stuðlar að því að gera setningarnar óvenju meitlaðar. Gott dæmi
er síðasta setningin í ræðu varðmannsins: „Við kunnuga er ég
ræðinn, ókunnuga minnislaus.“ I hinni óbundnu íslenzku þýðingu