Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 121
SKIRNIK
FYLLT UPP I EYÐUR
119
verSa úr þessu tvær langar setningar. „Rætt get ég við þá, sem öll-
um hnútum eru kunnugir. En vilji aðrir hnýsast í það mál, hef ég
misst minnið gersamlega.“
Annað einkenni grísks skáldamáls, sem miðar og að samþjöppun
og er um leið þáttur í hinum myndræna stíl þess, er sú list að búa
til samsett lýsingarorð eða einkunnir úr tveim sjálfstæðum orðum.
Þetta þekkja allir þeir, sem hafa lesið Hómersþýðingar Sveinbjarn-
ar Egilssonar, sem lagði það á sig að finna eða smíða íslenzk orð,
sem samsvöruðu hinum grísku, svo sem gullinstóla, kornfrjór, stór-
brimóttur, dáðum-hróðugur, veldissprota-berandi, jarðkringjandi,
þrumuglaður, fagurbrynhosaður, hjálmkvikur o. s. frv. Ekki fylgir
Jón hér fordæmi Sveinbjarnar, þó slík orð séu mjög algeng einmitt
hjá Æskhýlosi eins og sést t. d. í inngönguljóði Agamemnons, þar
sem lýst er Atreifssonum, er leggja af stað til Tróju með flota sinn,
með orðum eins og „diþronon, dizeptron zygon“, sem þýðir bók-
staflega „tvíhásæta, tvísprota eyki“, en floti þeirra nefndur „khili-
onaus“ eða „þúsundskipa“. Ég er ekki að segja, að einmitt hér á
þessum stað komi það að sök að umskrifa, þótt myndin verði ef til
vill áhrifaminni fyrir bragðið, en hins vegar kemur það fyrir, að
umritanir Jóns verði of orðmargar og skjóti yfir markið. Þegar
hann t. d. lætur Kassöndru segja: „Og sjálf mun ég innan skamms
til foldar hníga með glóandi hjarta á kvalabáli“, er allur seinni
hluti setningarinnar („með glóandi hjarta á kvalabáli“) þýðing á
því yfirlætislausa orði „þermonous“, sem yrði bókstaflega þýtt „heit-
huga“, þ. e. „hugaræst“, og gæti sagt nóg, a. m. k. ef við felldum
það undir hrynjandi háttarins og segðum: „Og brátt mun ég til
foldar hníga, hugaræst.“
Og hér erum við komin að öðru einkenni á stíl Æskhýlosar, sem
er það, hve vel hann kann þann galdur að sameina einfaldleika í
orðalagi og tign, og við gætum því kallað hljóðláta reisn hans.
Persónur hans taka sjaldnast „stórt upp í sig“. Því sé ég enga ástæðu
til að leggja þeim eitthvað í munn til að fylgja eftir máli sínu, eins
og þegar Klytæmnestra er látin segja: „Þú heldur að ég hafi ekki
vitglóru í kollinum og tali eins og barn“, en þar segir frumtextinn
aðeins: „Þú talar til mín eins og ég sé ungbarn“, enda hæfir það
betur reisn þessarar konu. Sama máli gegnir um orð Elektru í þýð-
ingunni: „Ó, hvílíkt hugarstríð, það er ekki heil brú í því, sem ég