Skírnir - 01.01.1973, Síða 123
SKÍRNIR
FYLLT UPP í EYÐUR
121
erum „dæmd til að vera frjáls“. En það má teljast undarlegt bragð
hjá Jóni að nota orðið „Glæpska“ á þessum stað, þar sem þetta orð
er, samkvæmt þeirri hefð, sem Sveinbjörn Egilsson og Jón sjálfur
hafa markað, þýðing á orðinu „ate“, sem er notað innan harmleiks-
ins um ákveðna örlagablindu, sem fylgir í kjölfar oflætis, og á því
orðið tæpast rétt á sér þarna um þá vitfirringu eða „parakope“,
sem grípur Agamemnon í nauðum hans.
Af þessum dæmum ætti að vera Ijóst, að Jón hefur ekki einungis
Iátið hið bundna form harmleiks Æskhýlosar lönd og leið, heldur
einnig sleppt því að orða hugsanir hans af nákvæmni eða temja sér
stíl hans og málfar. í staðinn hefur hann leitazt við að færa leik-
inn á vissan hátt nær okkur - og þó raunar fremur fornsagnaheimi
en samtímaheimi okkar. Hafi honum með þessu móti tekizt að gera
leikinn aðgengilegan, er vitaskuld fengur að þessari þýðingu, en við
verðum samt að taka henni með fyrirvara, og hefði raunar farið
betur á því, að Jón sjálfur hefði gert grein fyrir vinnubrögðum sín-
um í hinum mjög svo greinargóða inngangi, sem fylgir og gefur
bókinni aukið gildi.
Ef við nú snúum okkur að þýðingu Yngva Jóhannessonar á Fást
eftir Goethe, leynir sér engan veginn, að þar er um gersamlega ólík,
ef ekki andstæð vinnubrögð að ræða. Yngvi hefur ekki einungis
haldið í þýðingu sinni hinum fj ölbreytilegu bragarháttum verks-
ins og leitazt við að fylgja frumtextanum sem nákvæmlegast heldur
hefur hann verið ófeiminn við að beita venjulegu hversdagsmáli,
þar sem því verður við komið. Þetta kann að einhverju leyti að
liggja í því, að þýðingarnar eru orðnar til á ólíkan hátt. Yngvi
hefur miðað sína aðallega við leiksvið, en auk þess má segja, að
verkin sjálf séu harla ólík. Bæði verkin eiga að vísu að heita sorg-
arleikir, — þótt allt endi vel í báðum — því einnig Goethe nefnir verk
silt „Tragödie“. En hætt er við, ef við viljum leggja á Fást mæli-
kvarða venjulegs harmleikseða sorgarleiks, að við gætum haft margt
við hann að athuga. Verkið hefur, með sínum löngu heimspekilegu
orðræðum og margvíslegu og sundurlausu atriðum eða myndum,
litla leikræna spennu eða samþjöppun, og hvorki verkið í heild né
fyrri hlutinn einn geta talizt til heilsteyptra sorgarleikja. Að vísu
má í fyrri hlutanum finna árekstur, sem er harmrænn í eðli sínu,
þar sem Fást, rótlaus og friðlaus í þekkingarleit sinni, snertir fast-