Skírnir - 01.01.1973, Síða 125
SKIRNIR
FYLLT UPP I EYÐUR
123
lesandi fylgi hugsanaþræðinum. Yngva hefur tekizt að gera þýð-
ingu sína þannig úr garði, að setningarnar skiljast yfirleitt umsvifa-
laust, enda reyndist hún vel nothæf á leiksviði. Þó kemur fyrir, að
ljóðbúningurinn þvingar hann til að taka helzt til óbeint og óskýrt
til orða, þannig að setningarnar missa máttinn. Látum það vera,
að í stað „Ein guter Mensch in seinem dunklen Drange . . .“ komi
„Þótt góðs manns þrá sér óljóst velji vegi ...“, en t. d. hin fleygu
orð: „Das Wunder ist des Glaubens liebstes Kind“ verða of vængstýfð
og klúðursleg á íslenzku: „En undrið trúarlífs er ljúfust slóð“.
Eins verða hinar einföldu og fögru hendingar „Entschlafen sind
nun wilde Triebe / mit jedem ungestiimen Tun . . .“ nær óskiljan-
legar: „Hver hvataflækju fjötur raknar, / þar fast ei lengur togað
er.“ Sérlega mikilvæg eru náttúrlega lokaorð verksins, en ekki að
sama skapi auðþýdd, sé hættinum fylgt. En þau hljóða svo á þýzku
og íslenzku:
Das Unbeschreibliche,
Hier ist’s getan.
Das Ewig-Weibliche
Zieht uns hinan.
... draumsjónir allar
hið höndlaða hnoss.
Eilífur kallar
kvenleikinn oss.
Það er erfitt að finna þá merkingu út úr fyrri línunum tveim, að
„hið ólýsanlega hafi gerzt“, en í síðustu línunum kemur hvergi
fram sjálft lokaorð verksins „hinan“ eða „upp á við“, sem skiptir
þó höfuðmáli, því strangt tekið gæti kvenleikinn kallað oss hvert
sem er.
Það telst þó, sem betur fer, til undantekninga, að við þurfum
að kvarta undan óskýru orðalagi, en hitt skiptir auðvitað einnig
máli, hvernig þýðanda tekst að ná þeim skáldlega stíl og listræna
blæ, sem er yfir slíkum verkum sem þessum, og þar reynir verulega
á list þýðanda. Yngvi Jóhannesson kann vel að slá á ljóðræna
strengi. Þannig má finna í þýðingunni marga staði eða lengri kafla,
sem eru fagrir og kliðmjúkir, en hins vegar er stundum eins og
vanti þá tign og þann mátt, sem einkennir tungutak skáldj öfursins
í Weimar. Þetta kemur stundum til af því, að máttlaus orð eins og
liér eða er, mér eða þér, þar eða var eru notuð um of sem rímorð,
þannig að setningarnar verða hljómlitlar, einkanlega þar sem þess-
um orðum er ofaukið eins og í setningunni „Nú stend ég eins og
auli þar“. Af sömu sökum vantar líka glæsileikann í fyrsta ávarp