Skírnir - 01.01.1973, Side 129
SKÍRNIR
MORGÚNVÉRK
127
Mikil verða hér váðaverkin: ek hefi spunnit tólf álna garn, en þú hefir vegit
Kjartan.
Ég geri þá ráð fyrir að orðið hér liafi verið skrifað her, eða h og
er-titull yfir línu, en vúða- skrifað með u (uaða), sem oft er mjög
líkt n í handritum, og lítið bil milli þessara orða; þetta hafi síðan
eftirritari mislesið og gert úr því hernaðarverkin, en það orð hafa
aðrir ritarar ekki kannast við, enda mun það vera draugorð, og
breytt því í hermðarverk og hefndarverk.
Orðið váðaverk kemur fyrir í norskum lögum (Landslögunum),
Grágás og Ölkofra þætti;5 það er notað um óviljaverk, sbr. voða-
eldur og voðaskot í nútíma máli. Höfundur Laxdælu hefur þá látið
Guðrúnu leika sér að orðum: hún hefur unnið váðverk, meðan hún
sat og spann. Það orð kemur fyrir í Eyrbyggju: ‘Þórgunna vann
váðverk hvern dag er eigi var heyverk . . .’,6 en ekki eru til dæmi
um að tóvinna hafi verið nefnd váðaverk. En til að skilja þessi orð
hennar verður að hafa í huga, að Ösvífurssynir voru komnir heim
til Lauga á undan Bolla og höfðu sagt tíðindin. Má þá gera ráð fyr-
ir að höfundur hafi hér látið skína í hvernig þeir hafi sagt frá
framgöngu Bolla og viðbrögðum hans eftir vígið. Orð Guðrúnar eru
því brigzli: hún bregður Bolla um að vígið hafi verið voðaverk, þ. e.
slys, en engin hetjudáð, enda bregzt Bolli illa við: ‘Þó mætti mér þat
óhapp seint ór hug ganga, þóttú minntir mik ekki á þat.’ Hér gæti
orðið óhapp vísað beint til þess að Guðrún hafi notað orðið váða-
verk. En þegar Bolli er orðinn reiður dregur Guðrún úr orðum sín-
urn og segist ekki telja slíkt með óhöppum. Þar bregzt höfundi
ekki bogalistin í lýsingu sinni á Guðrúnu, fremur en endra nær.
Ef gert er ráð fyrir þessum möguleika er eftir að skýra hvernig
stendur á orðunum misjofn morginverkin í Vatnshyrnu og 226, sem
eru sitt af hvorum handritaflokki. Þau geta verið upphafleg, en líka
væri hugsanlegt að misjöfn verða morgunverkin hafi verið máls-
háttur, og að tveir skrifarar, óháðir hvor öðrum, hafi gripið til
hans til að lagfæra gallaðan texta. En um þetta verður ekki sagt
með vissu, því að engin rökstudd greinargerð er til um skyldleika
handrita Laxdælu.
Ég læt hjá líða í þessu spjalli að ræða um garnspuna Guðrúnar
Ósvífursdóttur. Vel má vera að höfundur Laxdælu hafi ekki ætlazt
til að orð hennar væru tekin í bókstaflegum skilningi, heldur eigi