Skírnir - 01.01.1973, Page 134
132
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
menn smám saman látið sér skiljast að slíkur fróðleikur og margur
annar eigi lítið skylt við einlæg fræði eða vísindi. Einberan
fróðleik um allt sem heiti hefur, til að mynda þjóðleg fræði eða
dulræn fræði, teljum við nú oftast ekki til fræða eða vísinda: til
þess að fróðleikur teljist fræðilegur þarf hans að vera aflað eftir
ströngum reglum, með agasamri tækni, og í þeim tilgangi að leita
svara við ákveðnum og mjög afmörkuðum spurningum. Við gæt-
um fjallað um hreyfingu hluta, hugðarefni Newtons, með agalaus-
um aðferðum þjóðlegra og dulrænna fræða. Þá mundum við safna
í gífurlegt sögusafn um allt sem hreyfist og orsakir þeirra athurða.
Þar væri frá því sagt er málningardós hrökk af vinnupalli og til-
drögum þess, hvernig og hvers vegna skriða féll á bæ eftir að hrafn
hafði laðað heimasætuna, sem áður hafði fleygt í hann roði, úr allri
hættu, frá snjóbolta sem strákur kastaði í feldklædda frú. Og vita-
skuld yrðu álitamálin mörg um þessa eðlisfræði, jafnt um atvikin
sjálf sem orsakir þeirra. Vitnum hæri ekki saman um sumt, að öðru
væru engin vitni. Virðing þvílíkra vísinda réðist af trúgirni fólks
einni saman.
Vísindi í skilningi Newtons, og okkar sem nú Iifum, urðu fyrst
til á 14du öld þegar skólaspekingar vísuðu furðusögum og öðrum
einberum fróðleik frá sér og tóku að spyrj a nýrra og frá hversdags-
legu sjónarmiði hlálegra spurninga: hvernig og hvers vegna dettur
dósin þegar spyrnt hefur verið við henni, hvernig og hvers vegna
hreyfist boltinn þegar strákur hefur kastað honum? Svo hlálegar
þóttu þessar spurningar að það er almenn skoðun enn í dag að fár-
ánlegar hártoganir hafi verið helzta viðfangsefni kristilegrar skóla-
speki. Og annar eins upplýsingarpostuli og Ludvig Holberg skipaði
kenningu Kóperníkusar á sama hekk og fráleitum orðaflækjum og
falsrökum í skopleik sínum um Erasmus Montanus. En að líkindum
ber okkur ekki að lasta lítilsvirðingu Holbergs og annarra á meist-
araverkum vísindalegrar hugsunar. Kannski væri betur að mönnum
þættu fræði og vísindi fáránlegt tiltæki enn í dag: það er alla vega
heilbrigðari afstaða en hin sem veldur því að gleypt er gagnrýnis-
laust við öllu sem kennt er við vísindi, og helzt kallað vísindalega
sannað svo að menn haldi sér saman.
Ég nefndi agasama tækni sem eitt helzta auðkenni réttnefndra
fræða og vísinda. Það er hún, og því er sú skoðun til á okkar dögum