Skírnir - 01.01.1973, Page 140
138
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
allt frá siðskiptum fram undir 1800: „Það virðist t. d. einhver dóm-
ur á því í þeim ritum, sem eftir þá sjást, hvort sem er í ljóðum eða
lesmáli, hvað allt er sneytt allri rökréttri hugsim og öllum stíl lengi
fram eftir, nema hjá einstöku mönnum. Þeir lærðu latínuna og
einhverja logicam, en hún náði ekki til íslenzkunnar. Þetta var nú
reyndar ekki einsdæmi fyrir ísland. Það þarf ekki annað en lesa
sum lög og konungsbréf langt fram á 18. öld og fleiri rit manna, til
þess að sjá, hvað hugsunarlaus vaðall kæfir oft áhrifin af því, sem
á að segja.“9
Séra Jónas kennir skólunum um hvernig komið var fyrir presta-
stéttinni, og þakkar þeim að ekki fór sem horfði um íslenzka mál-
mennt. Ég er ekki maður til að andmæla því. Þó sýnist mér að
glöggur sagnfræðingur mætti hyggja að þeirri tilgátu að íslenzkir
menntamenn 19du aldar hafi kunnað móðurmálið og tamið sér að
beita því þrátt fyrir skólagöngu sína en ekki vegna hennar. Ég hygg
til dæmis að það séu ýkjur sem oft er sagt að Sveinbjörn Egilsson
hafi innrætt nemendum sínum virðingu fyrir hreinu og fögru máli:
alla vega eru skólaþýðingar hans á grískum og rómverskum forn-
ritum ekki prenthæfar á okkar dögum vegna óvandaðs máls sem á
þeim er. Og frægt er dæmið af Fjölnismönnum, einhverjum ágæt-
ustu nemendum Sveinbjarnar. í sínum hópi ræddu þeir og rituðu á
hinni „andhælislegustu djöflaþýzku“ sem svo hefur verið nefnd,10
áþekkri þeirri sem verið hefur mælt mál skólagenginna íslendinga
allar götur síðan. Hitt er annað mál að kennari þeirra hafði átt sér
spariföt að fara í, svo sem þegar hann sneri kviðum Hómers handa
íslenzkum almenningi. Og eins var um þá Jónas og Konráð. Til er
sú saga af ást þeirra félaga á svo fallegum fötum að þeir hafi setið
lengi við að koma orðum að fyrstu setningunni í hugleiðingum
Mynsters sem þeir höfðu tekið að sér að íslenzka, og þegar hún var
loksins komin á blað hafi þeir gengið út og fengið sér duglega í
staupinu. Guð gefi okkur fleiri slík fyllirí! Meinið er að til að svo
geti orðið þurfum við að eignast föt til skiptanna.
Menn mega ekki taka tilgátu mína um mál og skóla á öldinni sem
leið ýkja alvarlega. Um skólasögu er ég öldungis ófróður. Hitt veit
ég að þá íslenzkukennara hef ég átt orðastað við sem telja að það
sé ekki dómfrekja sem mestu ræður um þann grun minn, eða öllu
heldur ótta, að meiri hluti þeirra stúdenta sem nú streyma á hverju