Skírnir - 01.01.1973, Page 145
SKÍRNIR AÐ HUGSA Á ÍSLENZKU 143
til dæmis ráðið af því að hrísla í myndinni hefur ef til vill 212 lauf-
blöð (ef unnt er að telja þau: á mynd eftir Asgrím Jónsson væri
það að líkindum ekki hægt, en ugglaust auðvelt hefði Freymóður
Jóhannsson málað myndina) á meðan liríslan í barðinu hefur 1541.
Og ef menn nú hugsa sér að myndin í dæminu sé ekki mynd í
venjulegum skilningi heldur hugmynd í huga manns með innra og
ytra viðfangi, þá vita þeir hvernig orðin ,subjectum‘ og ,objectum‘
voru einkum skilin og jafnvel hvers vegna ástæða þótti til að taka
þau í þjónustu heimspekinnar: þau voru talin nytsamleg hjálpar-
tæki við tilraunir til greiningar sálarlífsins. Descartes notar orðin
,realitas objectiva‘ og ,realitas subjectiva‘. Með ,realitas objectiva'
á hann við hið innra viðfang hugmyndar, óskar, ástríðu og svo
framvegis. Með ,realitas subjectiva4 á hann á hinn bóginn við hið
ytra viðfang, hinn raunverulega hlut sem hugsun, ósk eða ástríða
beinast að, ef einhver er.15 Ást og hatur hafa innra viðfang sem
ræðst af hugmyndum okkar og stundum ímyndunum um þann sem
við elskum eða hötum. En hvort sem okkur líkar betur eða verr þarf
þetta innra viðfang ekki ávallt að koma heim og saman við raun-
verulega eiginleika þeirrar manneskju sem tilfinningar okkar bein-
ast að.
Nú vita flestir ef að líkum lætur að í nútíðarmálum eru orðin
,súbjektívur‘ og ,objektívur‘ skilin nánast gagnstæðum skilningi
þeim sem nú er lýst. Ef menn tala um ,objektív‘ fyrirbæri eiga þeir
oftast við eitthvað sem á sér stað í hinum ytri veruleika. ,Súbjektív‘
eru hins vegar þau fyrirbæri nefnd sem eiga sér stað í huga manns.
Ástæður til þessarar merkingarbreytingar eru margvíslegar að ég
hygg; ein er sú að orðið ,subjectum‘ var ekki aðeins nothæft um
efnislegan hlut til aðgreiningar frá breytilegum eiginleikum hans eða
myndum og breytilegum hugmyndum okkar um hann, heldur einnig
um huga manns til aðgreiningar frá síbreytilegum hugmyndum hans
og hugarfari.16 Aðra þætti þessarar sögu treysti ég mér ekki til að
rekja að sinni. Við skulum veita því einu athygli að það eru orðin
,súbjektívur‘ og ,objektívur‘ í hinni nýrri merkingu þeirra sem séra
Arnljótur þýddi með íslenzku orðunum ,huglægur‘ og ,hlutlægur‘.
Þessi ágætu orð er auðvitað eðlilegast að hafa um fyrirbæri svo
sem einna algengast er um útlendu orðin: huglæg eru þau fyrir-
bæri sem gerast eða eiga sér stað í huga manns, hlutlæg eru hins