Skírnir - 01.01.1973, Side 146
144
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
vegar þau fyrirbæri sem gerast eða eiga sér stað í hlutunum eða
meðal hlutanna. Til dæmis má nefna að sú tilfinning sem við köll-
um kvíða er huglægt fyrirbæri. Hins vegar er hjartslátturinn sem
kvíðanum kann að fylgja hlutlægt fyrirbæri.
Nú má nota þessi orð, ,huglægur‘ og ,hlutlægur‘, í yfirfærðri
merkingu um annað en fyrirbæri sem gerast í huga manns eða með-
al hlutanna. Þannig talar séra Arnljótur um huglæg og hlutlæg sarm-
indi, en sannindi eru auðvitað ekki fyrirbæri sem sambærilegt er við
til að mynda hjartslátt og kvíða. Þessi orðanotkun hefur festst í ís-
lenzku máli, og hún styðst við alltíða notkun hinna útlendu orða.
Samt held ég að hún sé mjög villandi og ástæðulaus að auki. Með
,huglægum sannindum‘ á séra Arnljólur við það sem hann kallar
„lausan hugarburð og heilaköst“, og auðvitað er villandi og ástæðu-
laust að kalla hugarburð og heilaköst ,sannindi‘. Með ,hlutlægum
sannindum1 á hann hins vegar við „rökstudda sannfæringu“, það er
að segja ósköp einfaldlega sannindi eða alla vega það sem okkur
leyfist að hafa fyrir satt.17 En hvort sem menn fella sig við þessa
yfirfærðu merkingu orðanna eða ekki, þá er víst að meginmerking
þeirra í íslenzku hlýtur að vera hin þar sem þau marka staðsetningu
fyrirbæra í huga manns eða meðal hlutanna.
Ég sagðist mundu reyna að varpa frekara ljósi á hvað í því felst
að hugsa á íslenzku. Það má meðal annars ráða af mikilvægri stað-
reynd: sú er að þegar nýfundið orð öðlast þegnrétt í máli manna
má búast við að það taki að lifa eigin lífi, og þar með að leiðir
skilji með því og hinu útlenda orði, ef eitthvert er, sem því var í
öndverðu ætlað að samsvara. Og réttmæti þessarar ætlunar um eig-
ið líf orða er auðvitað ekki staðreynd um nýyrði ein. Ef ég má taka
dæmi þessa úr mínum fræðum áður en lengra er haldið um nýyrði
séra Arnljóts, þá vildi ég mega nefna tvö höfuðhugtök þekkingar-
fræðinnar annars vegar og félagslegrar heimspeki hins vegar.
Enskumælandi þekkingarfræðingur er vís til að hefja bók um
fræði sín á rökræðu um enska hugtakið ,evidence‘: það gerir til
dæmis víðkunnur amerískur fræðimaður, Roderick M. Chisholm.18
Þetta enska orð jafngildir engu einu íslenzku orði. Við tölum oftast
um rök þar sem enskan notar ,evidence‘: ,rök‘ er raunar mikilvæg-
asta hugtak íslenzkrar þekkingarfræði, og á sér þó enga samsvörun
í öðrum Evrópumálum að ég bezt veit. En við tölum einnig um gögn