Skírnir - 01.01.1973, Síða 147
SKÍRNIR
AÐ HUGSA Á ÍSLENZKU
145
eða vitnisburS og stondum um auSscei eða vissu. MisræmiS milli ís-
lenzku og ensku má meðal annars ráða af því að gögn og vitnis-
burður þurfa alls ekki að vera rök á meðan ,evidence‘ er auðvitað
ávallt ,evidence‘. Því má bæta við að Chisholm getur tengt sitt orð
,evidence‘ við lýsingarorðið ,evident‘ sem á sér heldur enga ná-
kvæma samsvörun í íslenzku: ,what is evident‘ er ekki einungis auð-
sætt heldur einnig áreiðanlegt.10 Þessi tengsl nafnorðs og lýsingar-
orðs ráða síðan öllu um framsetningu Chisholms á einni fornfræg-
ustu gátu þekkingarfræðinnar, skilgreiningu þekkingarhugtaksins.
Og merking orðanna leyfir honum að geyma sér blaðsíðum saman
að fjalla um einfalt atriði sem íslendingi ætti að liggja í augum
uppi allt frá upphafi slíkrar rökræðu: það er að rök þurfa alls ekki
að vera auðsæ, hvað þá áreiðanleg. - Annað dæmi og kunnara úr
þekkingarfræði er að við Islendingar eigum þrjár sagnir (,vita‘,
,þekkja‘ og ,kunna‘) þar sem enskumælandi menn eiga aðeins eina
(,know‘). Veldur þetta því til dæmis að allur miðhluti bókar eftir
Bertrand Russell, Gátur heimspekinnar semíráði er að út komi með-
al Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, verður alls ekki þýddur á ís-
lenzku, heldur einungis umskrifaður og endursaminn handa íslenzk-
um lesendum.
I félagslegri heimspeki gegnir rómverska hugtakið ,auctoritas‘
mikilvægu hlutverki. Þetta latneska orð og afkomendur þess í öðr-
um Evrópumálum eiga sér enga samsvörun í íslenzku fremur en þau
sem þegar er getið. Ég skal ekki reyna á þolrif lesenda minna með
því að fjalla um merkingu þess, enda hefur prófessor Sigurður Lín-
dal þegar gert nokkra grein fyrir henni í aðgengilegri ritgerð.20
Ég læt mér nægja að segjast aldrei hafa rekizt á þá hugsun er út-
lendingar koma þessu orði að sem ekki verði látin í ljósi á íslenzku
með ýmsum hætti. Og þó, annars má geta vegna þeirra orða sem ég
hafði eftir Einari Benediktssyni um tök íslenzkra manna á útlendum
orðum. Ég hef ekki enn hitt svo langskólagenginn og margsigldan
Islending að hann hafi haft það vald á blæbrigðum þessa hugtaks
að hann hafi skilið, nema þá með nokkurri fyrirhöfn, hvers vegna
útlendir stjórnspekingar, allt frá dögum Hobbes, fjargviðrast yfir
því hvort ,auctoritas‘ eða ,authority‘ sé ein tegund valds eða ekki.
Á enskri krá fitjaði ég einu sinni upp á þessu efni, til að auka mér
leti, við tvo barnakennara, efnafræðing og garðyrkjumann. Þeir
10