Skírnir - 01.01.1973, Page 148
146
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
kepptust við að skýra fyrir mér hver vandi stjórnspekinganna væri,
og hafði þó enginn þeirra lesið staf eftir Hobbes né neina aðra höf-
unda um eðli stjórnmála. Þeir kunnu móðurmálið. Eins og þeir
gátu rökrætt blæbrigði hugtaksins ,authority‘ gætu Islendingar rök-
rætt það hvort tiltekin framkoma sé drengileg eða ódrengileg, og
síðan hver blæbrigði hinna íslenzku hugtaka ,drengskapur‘ og
,ódrengskapur‘ muni vera. Og íslendingar þyrftu ekki að hafa lesið
og lært kafla Sigurðar Nordal um drengskap í íslenzkri menningu
til að vera fullfærir um slíka rökræðu, fremur en Englendingarnir
fjórir þurftu á bóklegum lærdómi að halda til samræðu sinnar á
kránni.
En hverfum aftur að nýyrðum séra Arnljóts og örlögum þeirra.
Leiðir þeirra og hinna útlendu orða sem séra Arnljótur vildi þýða
hafa skilizt, og nú lifa þau sínu lífi. Þannig yrkir Stephan G. Step-
hansson í kvæði sínu Huldufólkið:
Þegar við erum aftur falin
okkar vega fjærðarhulu,
huglægustu óskir okkar
oft þín, móðir, vitja skulu.21
Orðin „huglægustu óskir okkar“ væri vitaskuld fráleitt að þýða á
dönsku með „vore mest subjektive 0nsker“. Orðabók Iláskólans hef-
ur tvö dæmi önnur um sama orð úr Ferfætlingum og Minningum
Einars Þorkelssonar skrifstofustj óra. Einar notar orðið í sömu
merkingu og ,hugstæður‘: „Svo huglæg er mér minningin .. .,“ seg-
ir hann.22 Theódór Friðriksson rithöfundur segir frá kynnum sín-
um af Þórarni Stefánssyni, bóksala og hreppstjóra á Húsavík, í hók
sinni / verum og kallar Þórarin helzta málkunningja sinn „um bók-
menntir og önnur huglæg efni“.23 Og um þessi dæmi þrjú er það
athyglisverðast að þau eru öldungis óaðfinnanleg í íslenzku máli,
þrátt fyrir það að í engu þeirra samsvarar orðið ,huglægur‘ hinu
útlenda orði ,súbjektívur‘.
Frá okkar sjónarmiði þessa stundina, er athyglin á að beinast að
fræðilegri orðanotkun annarri fremur, er dæmi úr einu riti Ágústs
H. Bjarnasonar þó athyglisverðara. Ágúst segir um Aristóteles í
Sögu mannsandans: „Hann skiptir því aftur hinni starfandi skyn-
semi í huglœga (theoretiska) og verklæga (praktiska) skynsemi.“24
Og um þessa notkun orðsins ,huglægur‘ held ég við hljótum að