Skírnir - 01.01.1973, Page 149
SKÍRNIR
AD HUGSA Á ÍSLENZKU
147
segja hið sama og fyrr er sagt: hún er óaðfinnanleg í sínu samhengi.
Andstæða hugsunar og verka er nákvæmlega jafn eðlileg og sjálf-
sögð og andstæða hugar og hluta. Þessi skilningur Agústs H. Bjarna-
sonar á orðinu ,huglægur‘ lifir raunar í málinu, til að mynda á
einum stað í Sálarfrœði prófessors Símonar Jóh. Ágústssonar. En
að vísu verður Símoni á að nota orðið ,hlutlægur‘ í stað ,verklægur‘
um andstæðu „huglægra hæfileika“: hann kallar hæfi manns til ein-
hverra verka, svo sem teikningar eða vélritunar, „hlutlæga hæfi-
leika“ sem er óneitanlega annarlegt.25
Nú hef ég nefnt dæmi af fjórum höfundum sem hugsa á íslenzku
þótt ef til vill í litlu sé. Og er þá komið að öðrum sem ekki gera það.
En áður en ég vík að þeim kemst ég ekki hjá að skýra sérstaka merk-
ingu útlendu orðanna ,súbjektívur‘ og ,objektívur‘, merkingu sem
kannski má segja að sé meginmerking þeirra í þýzku og þeim hálf-
þýzku mállýzkum sem við köllum dönsku, norsku og sænsku. Enn
hlýt ég að hlaupa yfir merkingarsöguna og segja það eitt að í þýzku
fræðimáli er orðið ,Subjekt‘ ekki notað fyrst og fremst um hug
manns til aðgreiningar frá hlutunum, heldur um manninn sjálfan,
einstaklinginn, til aðgreiningar frá umheimi hans, þar á meðal öðr-
um einstaklingum. ,Subjekt‘ í þessum skilningi nefndi séra Matthías
Jochumsson ,sjálf‘, og hafa ýmsir höfundar hermt það eftir honum.
Af nafnorðinu ,Subjekt‘ í þessum skilningi er dregið lýsingarorðið
,subjektiv‘ í merkingunni ,einstaklingsbundinn‘ eða ,afstæður‘. And-
rætt því er þá orðið ,objektiv‘ í merkingunni ,almennur‘ eða ,al-
gildur1. Eg þarf ekki að útlista það að þessi greinarmunur á hinu
einstaklingsbundna og almenna, hinu afstæða og algilda, kemur
huga og hlutum nákvæmlega ekkert við. Samt hefur það hent marga
ágæta íslenzka höfunda að nota orðin ,huglægur‘ og ,hlutlægur‘ til
að þýða hin þýzku orð, stundum með háskalegum afleiðingum frá
sjónarhóli rökvíslegrar hugsunar.
í Almennri lögfrœði gerir Ármann Snævarr greinarmun á „hug-
lægum rétti“ og „hlutlægum rétti“, og munu flestir laganemar hnjóta
um þessi orð, sem vonlegt er því hér er þýtt úr þýzku eins og tölva
mundi þýða. Þjóðverjar eiga orðið ,Recht‘ sem þeir nota í tveimur
ólíkum merkingum eins og við getum notað okkar orð ,réttur‘. ,Rétt-
ur‘ getur merkt rétt einstaklingsins til einhverra hluta, en það getur
líka verið sömu merkingar og ,lög‘, en lög eru ekki bundin við neinn