Skírnir - 01.01.1973, Page 150
148
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
einstakling heldur gilda, að minnsta kosti í orði kveðnu, fyrir alla
þegna hvers þjóðfélags. Þennan greinarmun marka Þjóðverjar með
orðunum ,subjektives Recht‘ sem er einstaklingsbundinn réttur og
,objektives Recht‘ sem er almennur réttur. Og bersýnilega kemur
þessi greinarmunur huga og hluturn ekkert við. Þetta dæmi er
ennþá átakanlegra en ella væri fyrir þá sök að þá hugsun sem fólgin
er í hinni þýzku aðgreiningu getum við látið í ljósi með hversdags-
legum og auðskiljanlegum hætti: við getum sagt að orðið ,réttur‘
sé tvírætt (í rauninni er það margrætt, en sleppum því): það geti
merkt réttindi eða lög. Þarna á íslenzkan orðið ,réttindi“, en jafn-
gildi þess er ekki til í þýzku.26
Áþekka ruglandi er að finna í ritum annarra lögfræðinga. Þeir
Þórður Eyjólfsson og Gunnar Thoroddsen gera greinarmun á „hug-
lægri æru“ og „hlutlægri æru“. Hér er aftur um þýzkan greinar-
mun að tefla sem kemur huga og hlutum ekki vitund við. Hér er að-
eins átt við sjálfsvirðingu manns annars vegar og álit annarra á
honum hins vegar.27
Hjá þessum þremur lögfræðingum er ekkert aðfinnsluvert nema
orðin ein. Skýringar þeirra á þeim hugtökum sem þeir nefna hinum
hjákátlegu nöfnum eru næstum eins greinargóðar og frekast verður
kosið. Að auki reynir einn þeirra, Gunnar Thoroddsen, að greina
hlæbrigði orðsins ,mannorð‘ í því skyni að ganga úr skugga um
hvort það hæfi öðru þeirra æruhugtaka sem hann vill skilgreina.
En þrátt fyrir þetta tvennt virðist mér sem hér séu komin ofurlítil
dæmi þess að menn sem ekki hugsa á íslenzku geri það ekki heldur
á útlendu máli: hér fylgist misnotkun hinna íslenzku orða að við
vanskilning hinna útlendu.
Ég sagði að stundum hefði misnotkun orðanna ,huglægur‘ og
,hlutlægur‘ háskalegar afleiðingar frá sjónarhóli rökvíslegrar hugs-
unar, og ber mér nú að nefna dæmi þess. Eitt má taka úr sumum
þeirra málfræðibóka sem kenndar eru í skólum. Þar eru orðin ,hug-
lægur‘ og ,hlutlægur‘ eða stundum ,óhlutstæður‘ og ,hlutstæður‘ höfð
um þau hugtök sem á útlendum málum heita ,abstrakt‘ og ,konkret‘.
En um þessi hugtök er nú venjulegast að nota orðin ,sértækur‘ og
,samtækur‘ í íslenzkri málfræði og rökfræði þótt þau geti auðvitað
ekki gegnt öllum hlutverkum hinna útlendu orða í sínum heimkynn-
um fremur en vera her. Hvað um það. Notkun orðanna ,huglægur‘