Skírnir - 01.01.1973, Page 164
162
ÞORBJORN BRODDASON
SKÍRNIR
hvatti leikhúsgesti til að taka þátt í henni og gat þess að hlé yrði
framlengt um fimm mínútur hennar vegna. I hléi og í sýningarlok
biðu dreifendurnir við alla útganga og veittu viðtöku útfylltum
listum.
Ljóst er, að ógoldin er þakkarskuld við ýmsa aðila. Þar ber sér-
staklega að nefna þá Guðlaug Rósinkranz, þáverandi þjóðleikhús-
stjóra, Svein Einarsson, þáverandi leikhússtjóra hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, og hinn stóra hóp leiklistarnema, sem veittu okkur lið-
veizlu sína af dugnaði, glaðværð og áhuga.
Tafla 1 sýnir gestafjölda og fjölda heimtra svara á einstökum
sýningum.6
Nothæf svör fengust frá 3.149 leikhúsgestum, eða 90.8%. Þetta
er nokkuð stór hópur eftir því sem gerist í athugunum af þessu
tagi, og auðveldar það alla talnameðferð. Hitt er þó ekki síður
mikilvægt að svarshlutfallið var, eins og áður er getið, með því
allra hæsta, sem þekkist í slíkum athugunum. I Málmey hafa t. d.
náðst milli 50 og 70%, í Stokkhólmi og Helsinki hefur hlutfallið
legið milli 75 og 85%. Mér er aðeins kunnugt um tvær athuganir
þar sem náðst hefur svarshlutfall sambærilegt við það, sem við
fengum. Onnur er sænsk og tók aðeins til tæplega 300 manns, en
hin er ensk, gerð í Sheffield árið 1965 undir stjórn Peter H. Manns.
Sú athugun tók til 41 sýningar og rúmlega 11 þúsund manns og
náðist 92% svarshlutfall.
Margvíslegar ástæður liggja til þess að við náðum svo háu svars-
hlutfalli, sem raun ber vitni. Ein hin mikilvægasta er að við gátum
hagnýtt okkur reynslu fyrri athugana. Við vissum t. d. hvernig kynn-
ing væri hentugust, hvar og hvenær hezt væri að afhenda listana,
hversu marga dreifendur þyrfti, hversu mikið magn blýanta þyrfti
að hafa til reiðu, hversu langan tíma tæki að útfylla listana. Ar-
vekni dreifendanna var einnig mjög mikilsverð, og sjálfsagt hafði
sitt að segja að leikhúsgestum hefur þótt nokkurt nýnæmi að þessu
uppátæki.
LEIKHÚSSÓKN
Leikhússókn í Reykjavík er allsveiflukennd frá ári til árs. Eftir-
farandi yfirlit sýnir gestafjölda í Iðnó og Þjóðleikhúsinu síðastlið-
inn áratug: