Skírnir - 01.01.1973, Page 167
SKÍRNIR
IIVERJIR SÆKJA LEIKHÚS?
165
Á grundvelli töflu 2 og annarra handbærra upplýsinga má
áætla aS um það bil 150.000 manns sæki leikhús árlega í Reykjavík.
SamanburSur viS önnur lönd er næsta erfiSur vegna ófullkominna
og lítt samræmdra upplýsinga. Frakkinn Jules Milhau hefur gert
yfirlit um leikhússókn í 17 Evrópulöndum,7 en ekki virSist hafa
veriS vandað til þess sem skyldi. Tékkóslóvakía kemur efst hjá
Milhau meS 3.741 leikhúsferS á hverja 10.000 íbúa. Af öSrum dæm-
um má nefna Vestur-Þýzkaland meS 1.918, Frakkland meS 1.359,
Spán meS 1.299 og Ítalíu meS 395 leikhúsferSir á hverja 10.000
íbúa.
Hæstu hlutfallstölur, sem ég hef rekizt á, koma frá Eistlandi.
Þar voru skráSar 1.4 milljónir leikhúsferSa áriS 1968. Þá bjuggu
þar í landi 1.2 milljónir manna.
Heildartölur um leikhússókn eru ágæt fyrsta vísbending um leik-
húsáhuga hverrar þjóSar, en jafnvel í löndum þar sem leikhúsferS-
irnar eru fleiri en íbúarnir, fer því fjarri aS allir hafi komizt í leik-
hús, því alltaf er fjölmennur hópur, sem fer oft á ári. Þessi grein
mun aS mestu fjalla um mismunandi leikhúsáhuga og leikhússókn
ólíkra þjóSfélagshópa, en áSur en lengra er haldiS er rétt aS geta
tveggja atriSa. AnnaS er aS ungt fólk fer meira í leikhús en aldraS
(sjá mynd 1) og hitt, aS konur hafa meiri áhuga á leikhúsi en
karlar. Ég mun víkja aS þessum mismun karla og kvenna undir lok
greinarinnar.
Aldursskiptingin, sem mynd 1 sýnir, kemur mjög vel heim viS er-
lendar niSurstöSur. í rússnesku athuguninni, sem áSur getur, voru
55% leikhúsgesta milli 19 og 45 ára. í París voru 47% leikhús-
gesta undir þrítugu. ÞaS er nær alveg sama hlutfall og í þessari at-
hugun, 50% leikhúsgesta umrædda viku var milli 10 og 29 ára.
RoskiS fólk sækir leikhúsin dræmt í Reykjavík sem annars staSar
þar sem athuganir hafa fariS fram. HvaS elztu hópana áhrærir er
skýringanna ugglaust m. a. aS leita í fj árhagslegum ástæSum og
erfiSleikum meS ferSalög. En þær skýringar duga ekki um fólk
á sextugs- og jafnvel fimmtugsaldri. Sá hópur hefur sennilega úr
einna mestu aS spila og er vel birgur af einkabifreiSum. Samt er
hlutfall hans tiltölulega lágt meSal leikhúsgesta. Því miSur gefur
þessi athugun ekki forsendur til aS skýra þetta atriSi.