Skírnir - 01.01.1973, Side 168
166 ÞORBJÖRN BRODDASON SKÍRNIR
TAFLA3
Leikhúsferðajjöldi svarenda næstliðna 12 mánuði. Eftir kynjum.
Karlar Konur Samtals
í fyrstu ferð (síðastl. 12 mán.) 16,2% 13,1% 14,4%
í 2- 5. ferð 42,5% 43,2% 43,0%
í 6.- 9. ferð 18,5% 18,0% 18,2%
í 10.-19. ferð 10,2% 12,7% 11,6%
í 20. ferð eða meira 1,3% 1,2% 1,3%
Spurningunni ósvarað 11,3% 11,8% 11,5%
100,0% 100,0% 100,0%
Samtals fjöldi svarenda 1.349 1.800 3.149
Á töflu 3 má sjá hlutföllin milli tíðra gesta og fátíðra í leikhús-
um í Reykjavík vikuna, sem athugun okkar fór fram.
Hlutföllin innan karlahópsins og kvennahópsins eru mjög svip-
uð. Þó er hlutfall tíðra gesta öllu hærra meðal kvenna og hlutfall
frumgesta (sem hér eftir verður notað til að tákna þá sem eru í
sinni fyrstu ferð síðustu 12 mánuði) að sama skapi lægra. Einnig
vekur að sjálfsögðu strax athygli að konur eru miklu fjölmennari
en karlar (þ. e. 57,2% á móti 42,8%).
Heildarmyndin, sem tafla 3 sýnir, hreytist nokkuð ef litið er á
hverja einstaka sýningu:
Tvö leikrit, Frísir kalla og Sæluríkið, draga að sér óvenjuhátt
hlutfall fólks, sem hefur mjög margar leikhúsferðir að baki, enda
er um að ræða allóvenjulegar sýningar. Þeir, sem eru að leggja leið
sína í leikhús í fyrsta sinn á árinu, vilja geta treyst því að þeir hafi
erindi sem erfiði. Þess vegna er eðlilegt að þeir sneiði hjá frum-
sýningum og framúrstefnuverkum. Ætla má að frumkrafa þeirra
gagnvart leiksýningu sé oftast um góða skemmtun. Kvöldin, sem at-
hugunin fór fram, var frumsýning á Frísir kalla, en þriðja (og raun-
ar síðasta) sýning á Sæluríkinu. Koppalogn og Maður og kona, sem
hafa hæst hlutfall „frumgesta“, eru að ýmsu leyti alger and-
stæða fyrrnefndu leikritanna. Komið var á annað ár frá því sýn-
ingar hófust á Koppalogni og vinsældir verksins fullstaðfestar. Mað-
ur og kona höfðu verið sýnd í nokkra mánuði, en þar við bætist að
sagan er vel kunn og leikritið hefur áður verið sýnt við geysilegar