Skírnir - 01.01.1973, Page 173
SKÍRNIR
HVERJIR SÆKJA LEIKHÚS?
171
og áður getur. Skólafólk var flokkað í samræmi við þau störf, sem
skólinn gat búið það undir.
Hið tiltölulega háa hlutfall SF III meðal fullorðinna gesta á
barnasýningunni gæti bent til minni „stéttvísi“ meðal barna en
fullorðinna í leikhúsmálum. SF I heldur að vísu fyllilega sínum
hlut, en metin jafnast milli SF II og SF III. Þótt börn dragi á fjöl-
margan hátt dám af starfsstétt foreldra sinna, þá eru þau miklu
óbundnari af félagslegum hömlum í samskiptum sínum við annað
fólk og hafa í félagshópi sínum samband við miklu breiðara band
hins félagslega litrófs en allur þorri fullorðinna. Flæði upplýsinga
og áhuga á menningarlegum fyrirbærum, eins og t. d. leikhúsferð-
um, er því ekki nauðsynlega bundið menningarlegum sjóndeildar-
hring foreldranna.
Þessi hópur ungs leikhúsáhugafólks breytist síðan að samsetn-
ingu og glatar að miklu leyti fj ölbreytileika sínum þegar krakk-
arnir vaxa úr grasi. Eftir orðum leikhússtj órans að dæma, sem áS-
ur var til vitnað, er þessi einhæfing gestahópsins leikhúsfólki ekki
alls kostar að skapi. Skýringin á henni liggur að nokkru í því að
ekki er (eða var á þessum tíma) lögð sérstök rækt við áhugasvið
unglinga. A hverjum vetri eru sýnd sérstök og vandlega auðkennd
„barnaleikrit“, ásamt þeim leikritum, sem falla í smekk þess mið-
aldra og roskna fólks, sem ræður leikritavali leikhúsanna. Ungling-
arnir gleymast og þegar þeir hafa fullorðnazt snýr aðeins sá hluti
þeirra aftur, sem af einhverjum ytri hvötum leiðist til leikhúsáhuga.
Jafnvel þegar sett eru á svið verk, sem sérstaklega höfða til unglinga,
eins og farið er að tíðkast á seinni árum, virðist ekki mikið gert
til að tengja þá starfsemi leikhúshugtakinu. T. d. er notað sérstakt
húsnæði, sem ekki er ætlað leikstarfsemi endranær.
Mannfjöldalínuritin á mynd 1 benda raunar ekki til þess að
unglingar fælist leikhúsin. Eigi að síður mótast framtíðarvið-
horfin til leikhúss á þessum árum og aðskilnaður félagslegra hópa
verður að veruleika eins og hér hefur verið sýnt fram á. Hið háa
hlutfall ungs fólks í þessari athugun virðist að verulegu leyti byggj-
ast á hópferðum skólafólks á nokkrar sýningar. Yandaverk er að
efna þannig til slíkra ferða, að þær megi glæða lifandi leikhúsáhuga
ungmennanna. Nokkrar markverðar tilraunir hafa að vísu verið
gerðar í þessa átt.