Skírnir - 01.01.1973, Side 177
SKÍRNIR
HVERJIR SÆKJA LEIKHÚS?
175
Ef litið er á einstakar sýningar sést nokkur munur á viðhorfum
til hversdagsklæða í leikhúsi (mynd 2). Gestir á Frísir kalla og
Sæluríkinu eru jákvæðastir og næstir þeim koma gestir Yfirmáta
ofurheitt. Þessum þrem sýningum er það einnig sameiginlegt að
hafa hátt hlutfall gesta, sem fara mjög oft í leikhús (sjá 4. töflu).
Að öðru leyti virðast frumsýningargestirnir á Frísir kalla eiga fátt
sameiginlegt með gestum á Sæluríkinu. Aldursskipting gestahóps-
ins á þessum tveim sýningum var t. d. mjög ólík, þar sem meðal-
aldur var tiltölulega hár á Frísir kalla, en tiltölulega lágur á Sælu-
ríkinu.
Einna mikilvægast tel ég þó sambandið milli starfsálitsflokka og
viðhorfa til klæðaburðar. Mynd 3, sem tekur til kvenna í sjálfstæðu
starfi utan heimilis, sýnir hlutfallið innan hvers flokks, sem velur
neikvæðasta svarið. Svo sem sjá má er SF II miklu neikvæðari en
SF I og SF III nokkru neikvæðari en SF II. Svo er að sjá sem kon-
urnar taki mið af eigin hversdagsklæðum. Að þeirri forsendu feng-
inni þarf enginn að undrast þennan mun milli flokka, þótt hann
kunni jafnframt að einhverju leyti að eiga rætur að rekja til frjáls-
lyndari viðhorfa þeirra, sem tilheyra SF I. Þarna kemur hin mismun-
andi félagslega aðstaða skýrt í ljós. Sumir leikhúsgestir þurfa að
hafa einskonar „hamskipti“ áður en þeir komast inn í leikhúsið,
en aðrir eru þar áfram í sínu vanabundna umhverfi. Mynd 2 sýnir
aðeins viðhorf kvenna, sem starfa utan heimilis. Hjá karlmönnum
má finna sambærilegt hlutfall, en mismunurinn milli flokka er ekki
jafn mikill. Konur, sem vinna eingöngu húsmóðurstörf, eru einna
neikvæðastar gagnvart hversdagsklæðum í leikhúsum, þegar á heild-
ina er litið.
LEIKHÚSÁHUGI KVENNA
I nær öllum könnunum meðal leikhúsgesta kemur fram að konur
eru tíðari gestir en karlar. Konur eru að vísu að jafnaði nokkru
fjölmennari en karlar í hverju landi (þó ekki Islandi), en hlutfall
þeirra meðal leikhúsgesta er oftast töluvert hærra en svo að sú skýr-
ing nægi. Sem dæmi má nefna að í athugunum, sem hafa verið gerð-
ar á vegum Norræna sumarháskólans, hefur hlutfall kvenna leikið
á bilinu 54,9%-71,7%. í okkar athugun eru konurnar 1800 tals-
ins, á móti 1349 körlum eða 57,2%. Konurnar halda meirihluta á