Skírnir - 01.01.1973, Page 179
SKÍRNIR
HVERJIR SÆKJA LEIKHÚS?
177
hóps, sem sækir leikhús í Reykjavík, og bera niðurstöSur saman
við hliðstæðar erlendar upplýsingar. Leikhússókn er mikil í Reykja-
vík, gestafjöldinn nálgast nú óðum að svara til þess, að hver íbúi
landsins fari einu sinni á ári í leikhús í Reykjavík. í reynd er gesta-
fjöldinn vitaskuld miklu minni þar sem fjöldi fólks fer oft á ári.
Kyn, aldur og starfsstétt hafa mjög mikil áhrif á líkurnar fyrir leik-
húsferð hvers einstaklings. Ef til vill mætti orða það svo, að líkleg-
asti leikhúsgesturinn sé „ung kona í SF I“, en ólíklegasti leikhús-
gesturinn sé „gamall karlmaður í SF III“. I þessum atriðum er gerð
reykvíska leikhúsgestahópsins mjög svipuð því, sem gerist í öðrum
löndum. Ymis atriði valda því þó að andstæðurnar koma ekki eins
skýrt fram hér.
Leikhúsin geta með stefnu sinni haft töluverð áhrif á aðstöðu
og áhuga mismunandi þjóðfélagshópa til að sækja þau. Þeim eru
þó skýr takmörk sett að þessu leyti því að reykvísku leikhúsin eru
dæmigerð millistéttarfyrirbæri líkt og leikhús í nágrannalöndum
okkar.
1 Greint er frá þessum athugunum í Harald Swedner og Damaso Yagiie:
TEATERPUBLIKUNDERSÖKNINGAR - EN KOMMENTERAD ÖVER-
SIKT, Sociologiska institutionen, Lunds universitet, 1969 (fjölritað).
2 Hér er stuðzt við yfirlit Swedners og Yagiies.
3 Slembiúrtak er nýyrði yfir það, sem á ensku er nefnt random sample.
4 Sjá t. d. grein eftir Arnljot Strömme Svendsen í TEATRET I VELSTANDS-
SAMFUNNET, Den nationale scene og Universitetsforlaget, Oslo, 1969.
s Spurningalistinn fer hér á eftir í heild:
FÁEINAR SPURNINGAR TIL LEIKHÚSGESTA
Gjörið svo vel að svara spurningunum með því að krossa í reitinn fyrir framan
það svar, sem á bezt við yður hverju sinni, og með því að skrifa svar yðar á
punktalínurnar þar sem það á yið.
1. Hvaða ár eruð þér fædd(ur)?
2. Eruð þér karl eða kona?
3. Hver er hjúskaparstáða yðar?
4. Hvar eigið þér heima?
5. I hvaða skóla eða námsstofnanir
hafið þér gengið?
Fædd(ur) árið ..............
□ Karl.
□ Kona.
□ Gift(ur).
□ Ógift(ur).
□ Áður gift(ur)
□ I Reykjavík.
□ Utan Reykjavíkur.
□ Barnaskóla.
□ Unglinga eða gagnfræðaskóla.
12