Skírnir - 01.01.1973, Síða 184
182
ÞORBJORN BRODDASON
SKÍRNIR
sömu sýningu í sjónvarpi heima
hjá yður nú í kvöld. Hefðuð þér
þá verið kyrr heima og horft á
sýninguna þar?
24. Takið þér sjálf(ur) nokkurn
tíma þátt í leiklist?
□ Ég veit ekki hvort ég hefði gert það.
□ Nei, ég hefði sennilega ekki gert
það.
□ Nei, ég hefði alls ekki gert það.
□ Já, sem atvinnumaður.
□ Já, sem áhugamaður.
□ Nei.
6 Eftirtalin leikrit voru sýnd í Reykjavík vikuna 16.-22. marz 1969. I Þjóð-
leikhúsinu: Síglaðir söngvarar eftir Thorbjörn Egner, norskt barnaleikrit
eftir hinn vinsæla höfund Kardimommubæjarins, leikstjóri: Klemens Jóns-
son; Fiðlarinn á þakinu, amerískur söngleikur eftir Joseph Stein, Jerry
Bock, Sheldon Harnick og Jerome Robbins, saminn upp úr sögum eftir
Scholom Aleichem, leikstjórar: Stella Claire og Benedikt Arnason; Candida
eftir Bernhard Shaw, leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson, en Herdís Þorvaldsdótt-
ir lék aðalhlutverkið; Deleríum búb&nis, fyrsta sviðsetning í Þjóðleikhús-
inu á hinum vinsæla söngleik Jónasar og Jóns Múla Árnasona, leikstjóri:
Benedikt Árnason. Leikfélag Reykjavíkur sýndi í Iðnó Mann og konu, enn
eina sviðsetningu hinnar vinsælu leikgerðar Emils Thoroddsens og Indriða
Waage eftir skáldsögu Jóns Thoroddsens, leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson;
Koppalogn, tvo einþáttunga eftir Jónas Arnason sem þá höfðu verið sýndir
í meira en ár í leikhúsinu, leikstjóri: Helgi Skúlason; og Yfirmáta ofur-
heitt, amerískan farsaleik eftir Murray Schisgal, leikstjóri: Jón Sigur-
björnsson. í Tjarnarbæ lék leikflokkurinn Gríma nýtt íslenzkt leikrit,
Sæluríkið eftir Guðmund Steinsson, sem Þjóðleikhúsið hafði áður hafnað
að sýna, leikstjóri: Kristbjörg Kjeld; og í Lindarbæ var flutt Frísir kalla,
hópvinnuverk eftir kvæðinu Skipafregn eftir Árna Böðvarsson, samið og
sýnt af öðrum flokki ungra leikara, Leiksmiðjunni undir forustu og leik-
stjórn Eyvinds Erlendssonar. - Um leikdóma um íslenzku verkin, sjá Bók-
menntaskrá Skírnis 1-2 eftir Einar Sigurðsson.
7 Sjá áðurnefnt yfirlit Swedners og Yagúes.
8 Sjá leikskrá Leikfélags Reykjavíkur 65.1.
9 Skipting í starfsálitshópa er tilraun til að leiða í ljós félagslega lagskiptingu
á íslandi. Forsendurnar fyrir þessari þrískiptingu eru raktar í grein, sem ég
skrifaði í Skírni 1972. I stytztu máli má segja, að til SF I teljist fólk, sem
er búið einhverjum eftirtalinna einkenna: háum tekjum, mikilli menntun,
miklum mannaforráðum. Þeir, sem teljast til SF II, hafa minni menntun og
mannaforráð en þeir, sem teljast til SF I, og í sumum tilvikum lægri laun.
Störf, sem tilheyra SF I, eru eingöngu innisetustörf. Sama gildir að nokkru
um SF II. Til SF III teljast erfiðis- og láglaunastörf. Þar er þó einnig að
finna störf, sem geta gefið góðar tekjur.
10 Hér er enn stuðzt við yfirlit Swedners og Yagúes.
11 Hér er ekki átt við menningu í hinum þrönga skilningi „hámenningar" eða