Skírnir - 01.01.1973, Page 192
190
0YSTEIN NORENC
SKÍRNIR
2) nýskapandi háttur: bókmenntirnar stuðla að breytingu eða
endurnýjun fyrri lífsýnar og skoðana lesandans, þær færa hon-
um nýja vitneskju;
3) afþreyingarháttur: bókmenntirnar veita lesanda hvíld og upp-
lyftingu frá daglegum veruleika, eða uppfylling óskadrauma, en
þær miðla engri vitneskju.
Sven Möller Kristensen leggur í fyrsta lagi áherzlu á að hér sé
um breytilega notkun bókmennta, en ekki frábrugðnar bókmennta-
greinar að ræða, og í öðru lagi að fleiri notkunarhættir en þessir
þrír kunni að koma til, enda fari þeir í raun meira og minna saman
hjá flestum lesendum. En með þessum fyrirvara má segja að hinn
hefðvakti lestrarháttur sé tíðastur á meðal íhaldssamra lesenda,
fólks sem aðhyllist arfteknar lífsskoðanir og ráðandi samfélags-
skipan. Nýskapandi háttur auðkennir þá á hinn bóginn bókmennta-
notkun þeirra stétta sem á hverjum tíma eru í félagslegri og póli-
lískri framsókn. Afþreyingarháttur er í þriðja lagi tíðastur í félags-
hópum sem búa við félagslegt, menningarlegt og pólitískt misrétti,
eða undirokun, og skapa því ekki sjálfir sínar eigin bókmenntir.
Fyrir þátttakendur í könnuninni voru lagðar nokkrar spurningar
til þess ætlaðar að prófa þessa kenningu. Svörin sýndu eins og
vænta mátti að allir þrír lestrarhættir koma fyrir í öllum félagshóp-
um, en í mjög svo mismiklum mæli. Hefðvakinn lestrarháttur
reyndist einkum tíður á meðal bænda og fiskimanna, ótíður á með-
al verkafólks, annars í meðallagi. Nýskapandi lestrarháttur var
einkum tíður í hóp embættismanna þar sem háskóla- og mennta-
menn eru fjölmennastir, en ótíður á meðal bænda, fiskimanna og
verkafólks. Afþreyingarháttur tíðkaðist einkum í hóp bænda og
fiskimanna og verkafólks, en var ótíður á meðal embættismanna og
atvinnurekenda:
Lestrarháttur: Félagshópar:
A E s BF V
Hefðvakinn X X X + -f-
Nýskapandi X + X -f- -f-
Afþreyingarháttur -T- -f- X + +
+ tíður
x í meðallagi
-f- ótíður