Skírnir - 01.01.1973, Page 193
SKÍRNIR
BOÐSKAPUR í bókmenntum
Í9l
Nú má taka saman auðkennin á lestrarháttum hvers félagshóps
um sig. I E-hópnum, meðal háskólafólks og menntamanna, gætti ný-
skapandi lestrarháttar langmest. I A-hópnum fór saman hefðvakinn
og nýskapandi lestrarháttur, en afþreyingar- og hefðvakinn háttur
í BF-hópnum. I V-hópnum fór langmest fyrir afþreyingarhætti, en
í S-hópnum var nokkurn veginn jafnt á komið með öllum þremur
lestrarháttum.
Að svo komnu virðist könnunin staðfesta í öllum meginatriðum
kenningu Sven Möller Kristensens. Það sýnir sig í fyrsta lagi að hin-
ir þrír lestrarhættir sem hann gerir grein fyrir koma heim við raun-
verulega bókmenntanotkun. Og í öðru lagi er svo að sjá sem breyti-
legir lestrarhættir komi mikils til heim við breytilegar efnahags-
legar, félagslegar, menningarlegar og pólitískar kringumstæður les-
enda. Þannig sýnist efnahagslegur og félagslegur stéttamunur í Nor-
egi einnig koma fram í menningarlífinu, svo sem í notkun bók-
mennta. I alþýðustétt felst notagildi bóklestrar mikils til í stundar-
hvíld sem þær veita frá veruleikanum, lífsflótta, og sumpart stuðla
þær beinlínis að vanþekkingu. í borgarastétt stuðlar bóklestur sum-
part að endurnýjun og framþróun hugmynda, sumpart að staðfest-
ingu fyrri lífsviðhorfa. Þar hafa bókmenntir vitneskju að miðla.
Einnig notagildi bóklestrar ræðst af félagslegum kringumstæðum
lesendanna.
Svör þátttakenda við spurningunum 47 um afstöðu þeirra til
bóklestrar og bókmennta voru tekin til svonefndrar þáttagreiningar.
Hún er í því fólgin að greina svörin sundur í nokkra meginþætti
eða flokka eftir efni. Þessir þættir reyndust alls 11 talsins, en hinir
4 fyrstu þeirra skipta mestu máli.
Fyrsti þátturinn lýsir frjálslyndri afstöðu til bókmennta: lesendur
telja t. d. eðlilegt að í bókmenntum komi fram andstæð viðhorf í
siðferðisefnum, pólitík, söguskoðun við þeirra eigin skoðanir og
viðtekið mat.
Annar þáttur lýsir afstöðu þar sem saman fer nýskapandi og
hefSvakiÍS viðhorf við bókmenntum: menn segjast lesa bækur til að
kynnast heiminum, öðlast nýja reynslu, vitneskju og skoðanir o. s.
frv.
Þriðji þátturinn felur í sér einskonar almenna bókhneigS: menn
telja að það sé gott og gagnlegt fyrir hvern og einn að lesa bækur.