Skírnir - 01.01.1973, Page 197
SKIRNIR
BOÐSKAPUR í BÓKMENNTUM
195
hildur gefi sig fram við lénsmanninn. Einnig þeir eru á því að dráp
Diðriks stafi fyrst og fremst af hans eigin hegðun og háttalagi.
Þetta ólíka mat á atburðum við dráp Diðriks virðist stafa af
ólíkum lestrarháttum, lífsskilningi og siðferðisskoðunum lesend-
anna.
Lesendur í V-hóp eru séráparti fyrir það að þeir telja dráp Dið-
riks eindregið bæði rangt og ónauðsynlegt. Lesendur í þessum hóp
gera að sínu leyti minnstan mun sögufóiksins í Medmenneske, hafa
minni samúð með Ragnhildi, minni andúS á Diðriki en aðrir les-
endur. Því er það að þeir leggja neikvæðara mat á drápið en aðrir.
Vera má að þetta stafi af því að þessir lesendur leggi meir en aðrir
upp úr sögulegum og félagslegum efnivið verksins. Leggi lesendur
þann skilning í söguna að átök hennar stafi einkum af efnahagsleg-
um og félagslegum ástæðum virðist líka augljóst, að dráp eins
manns dugi ekki til að leysa vanda fólksins í sögunni. Sögulegt mat
á efninu hefur einnig sitt að segja. Ef lýsing hins efnahagslega mis-
réttis í Medmenneske er talin vera rétt sagnfræði, verður enn gleggra
en ella að dauði eins manns leysir engan vanda.
Lesendur í BE-hóp eru á hinn bóginn séráparti fyrir það að þeir
virða drápið eindregið á betri veg. Þessir lesendur gera að sínu
leyti mikinn mun sögufólksins, hafa eindregna samúð með Ragn-
hildi en megna andúð á DiSriki. Því er þaS að þeir leggja jákvæð-
ara mat á dráp hans en aðrir lesendur. Vera má að þetta stafi af sál-
fræðilegum skilningi sögunnar, lesendur líti á Ragnhildi og DiS-
rik sem fulltrúa hins góða og illa og baráttu þessara afla í mannlegu
sálarlífi. ÞaS er þó ekki víst. Jafnvel má vera að lesendur í BF-hóp
leggi félagslegan skilning í efnið, lýsingu sveitalífs í sögunni, efni
sem einmitt þessir lesendur þekkja út og inn. Þegar spurt er hvað
valdi mestu um ágreining og átökin meðal sögufólks í Medmenn-
eske svara margir lesendur í þessum hóp því til aS þaS sé valdafíkn.
Eins og fyrr segir telja margir lesendur í BF-hóp að Ragnhildur
drepi DiSrik vegna þess að hann hafi verið Hákoni hættulegur, of-
sótt hann, til að koma í veg fyrir að Hákon verði honum að bana.
Þetta mat má vera að stafi af félagslegum skilningi verksins. Þá er
litið svo til aS DiSrik sé orðinn háskalegur samfélaginu í Stafsundi,
bæði sínum nánustu, svo sem Ragnhildi og Hákoni, og samfélaginu
í heild, efnahagslegu og félagslegu jafnvægi í sveitinni. SamfélagiS