Skírnir - 01.01.1973, Page 199
SKIRNIK
BOÐSKAPUR í BÓKMENNTUM
197
kúgun heima fyrir. Daníel predikari flýr að sínu leyti land af trúar-
ástæðum: hann vill vera frjáls að rækja trú sína að eigin vild.
í sögunni er sagt frá miklum fjölda fólks, einstakar mannlýs-
ingar ekki allténd ýkja rækilegar, en mikið lagt upp úr félagslegri
stöðu og hlutverki sögufólksins.
Sagan lýsir með mjög raunsæislegu móti þeirri áþján sem smá-
bændurnir í Smálöndum búa við. Hún kemur fram með ýmsum
hætti í sögunni, lýst í mynd tiltekinna persóna:
1) efnahagslegt misrétti, fulltrúi þess er Aron stórbóndi;
2) misrétti fyrir lögunum, fulltrúi ríkisvaldsins er Lönnegren léns-
maður;
3) andlegt eða hugmyndafræðilegt misrétti, þjóðkirkjan, fulltrúi
hennar er Brusander prófastur.
Þátttakendur í könnun okkar voru beðnir um að gera grein fyrir
afstöðu sinni til þessara þriggja fulltrúa félagslegs misréttis og
kúgunar sem sagan lýsir, öllum mjög svo neikvæðri lýsingu. I og
með að þeir lýsa andúð sinni á persónunum þremur, stórbónda,
lénsmanni, prófasti, gera þeir jafnframt óbeina grein fyrir mati
sínu á þjóðfélagslýsingu sögunnar, því misrétti og rangindum sem
hún lýsir.
Lesendur í A-hóp höfðu nokkurn veginn jafna andúð á Aron
bónda og Brusander prófasti, en þeir virtust ekkert skeyta um Lönne-
gren lénsmann. Það er að sjá sem þeir telji misréttið í sögunni ann-
ars vegar af efnahagslegum, hins vegar hugmyndafræðilegum rót-
um runnið, en ekki pólitískum og lagalegum. Þeir meta einskis
kúgunareðli ríkisvaldsins í sögunni.
í E-hópnum höfðu lesendur einkum andúð á Brusander pró-
fasti, minni andúð á Aron bónda og býsna litla andúð á Lönnegren
lénsmanni. Þeir virðast leggja mest upp úr hinu andlega og hug-
myndafræðilega misrétti sem sagan lýsir, minna upp úr efnahags-
legu misrétti. Einnig þeir vanmeta hlutverk ríkisvaldsins í þjóð-
félagslýsingu sögunnar.
Lesendur í S-hóp hafa einnig mesta andúð á Brusander prófasti,
síðan Lönnegren lénsmanni, loks Aron bónda. Einnig þessir les-
endur festa í fyrsta lagi hugann við hið hugmyndafræðilega mis-