Skírnir - 01.01.1973, Page 200
198
0YSTEIN NORENG
SKÍRNIR
rétti, en þeir leggja einnig mikið upp úr lagalegu og pólitísku mis-
rétti í þjóðfélagslýsingu sögunnar. Þeir skeyta á hinn bóginn minna
um efnahagsmálin í sögunni.
í BF-hóp höfðu lesendur mesta andúö á Aron bónda, þá Lönne-
gren lénsmanni, en harla litla andúð á Brusander prófasti. Þeir
taka einkum eftir hinu efnahagslega misrétti í sögunni, en því næst
misrétti manna fyrir lögunum, kúgun af hálfu ríkisvalds. En hina
hugmyndafræðilegu kúgun, af hálfu þjóðkirkjunnar, láta þeir sig
minna skipta.
Lesendur í V-hóp hafa sömuleiðis mesta andúð á Aron bónda,
þá Lönnegren lénsmanni, en sýnu minnsta á Brusander prófasti.
Einnig þessir lesendur leggja mest upp úr efnahagslegu misrétti í
sögunni, þá pólitísku misrétti sem fram kemur í lögregluvaldi sög-
unnar. En minna leggja þeir upp úr hugmyndafræðilegu misrétti af
hálfu þjóðkirkjunnar.
Af þessu yfirliti má sjá hversu breytilegan skilning hreytilegir
lesendur leggja í þjóðfélagslýsingu Vesturfaranna, valdahlutföll
hennar og hið félagslega misrétti sem sagan lýsir. Svo er að sjá sem
skilningur lesenda á þessum efnum ráðist beinlínis af stétt og
stöðu sjálfra þeirra, atvinnuástæðum, heimssýn og siðferðisskoð-
unum. í þessu efni virðist menntun manna ráða miklu: andúð les-
enda á Brusander prófasti vex jafnt og þétt með skólagöngu þeirra.
I hóp þeirra lesenda sem mestrar skólagöngu hafa notið er mis-
réttið sem sagan lýsir fyrst og fremst talið hugmyndafræðilegs eðlis,
en miklu minna lagt upp úr hinum efnahagslegu eða pólitísku og
lagalegu þáttum þess.
Einnig sést af þessu hversu mjög einstaklingshygginna lestrarhátta
gætir í A- og þó einkum E-hóp sem mest leggja upp úr hinu hug-
myndafræðilega og andlega misrétti í þjóðfélagslýsingu sögunnar.
í BF-hóp og V-hóp gætir á hinn bóginn mest félagslegra og sögu-
legra lestrarhátta. Þessir lesendur leggja mest upp úr hinu efna-
hagslega og lagalega, minna upp úr hugmyndafræðilegu misrétti í
sögunni.
Athuganir okkar benda til þess að bókmenntirnar hafi mismun-
andi merkingu til að bera í frábrugðnum félagshópum. Á meðal
alþýðu manna, verkafólks, bænda og fiskimanna, kemur fyrir félags-