Skírnir - 01.01.1973, Page 201
SKÍRNIR
BOÐSKAPUR í BÓKMENNTUM
199
legur og sögulegur skilningsmáti bókmennta, öndverður sálfræðileg-
um og einstaklingshyggnum skilningi sem tíðastur er í borgara-
stéttum og mótað hefur norska bókmenntasögu, gagnrýni og kennslu
bókmennta. Af þessu má einnig ráða hugmyndafræðilegt hlutverk
bókmenntakennslunnar: að útbreiða borgaralega lestrarhætti og
skilning bókmennta, einatt öndverðan þeim sem lesandanum er eðli-
legur.
En eitt er það að gefa gaum mismunandi lestrarvenjum og mati
bókmennta, annað að útskýra hvernig standi á þessum mun manna.
Til þarf að koma skýringaraðferð sem bæði tekur til formgerðar
skáldsagna og skynjunar og skibiingshátta lesendanna.
Hver og ein skáldsaga mótast af einstaklingslegum og félags-
legum aðstæðum í senn. Tjáningarþörf, listrænar hugmyndir höf-
undar fela í sér ákveðin viðbrögð við félagslegum veruleika. I og
með að hinar listrænu hugmyndir hans fá á sig fast snið mótast af-
staða höfundarins til umhverfis síns og hugmyndir um veruleikann,
mannskilningur og samfélagssýn, hugmyndafræði hans. Hún er í
sjálfu sér félagslegs eðlis, háð stöðu hans í tiltekinni stétt á tilteknu
söguskeiði.
En höfundurinn lýsir ekki hinum samfélagslega veruleika almenn-
um orðum: skáldskapur er nýsköpun veruleikans í mannlegri mynd.
Sögur fjalla ekki um ástir heldur elskendur; ekki auðvald heldur
auðmenn; ekki verkalýð heldur verkamenn; ekki hið illa heldur
illmenni. í sögunni lifir og hrærist þetta fólk í alveg tilteknum kring-
umstæðum, öðlast eigið sálfar, siðferði, vitsmuni, hæfileika, tilfinn-
ingalíf og reynslu. Fólkið í sögunni lifir í tiltekinni afstöðu hvað til
annars og til samfélags síns. Því eru fengin verk að vinna. Það á
við aðra að skipta, samþykki og sundurlyndi að búa. í persónulýs-
ingum og atburðarás sögunnar velur höfundur úr og túlkar að vild
sinni þann efnivið sem veröldin færir honum í hendur: boðskapur
bókar hans ræðst af því sálfari og siðerni sem hann gæðir sögufólk
sitt og stöðu þess innbyrðis í samfélagi sínu. I hverri skáldsögu er
annars vegar fyrir að fara sálfræðilegri og siðferðislegri formgerð,
eða merkingarsviði sögunnar, hins vegar félagslegri formgerð og
merkingarsviði. Bæði þessi merkingarsvið eiga saman að sælda,
hvort öðru háð, en þau eru einnig að vissu marki óháð hvort öðru.