Skírnir - 01.01.1973, Page 202
200
0YSTEIN NORENG
SKÍRNIR
Eftir þessum hætti má freista þess að sundurgreina gerð og merk-
ingu verksins og spá í það hvernig það verði lesið, skýrt og skilið.
Þegar maður les bók er skilningur hans á efninu ekki háður til-
viljun einni saman. Tiltekinn maður les tiltekinn texta í tilteknum
kringumstæðum. Skilningur efnisins ræðst bæði af vitsmunum og
tilfinningalífi lesandans, og af samfélagslegum aðstæðum, menntun
hans, stétt og stöðu, og við það bætast persónulegar ástæður hverju
sinni. Eftir þessum hætti má spá í það hvernig tilteknir hópar les-
enda nema og notfæra sér tiltekinn texta, erfiðisfólk og mennta-
menn, atvinnurekendur og launþegar, yfirvöld og undirgefnir. At-
huganir okkar gefa til kynna að alþýða manna, verkafólk, bændur,
fiskimenn, sem vinna erfiðisvinnu, einatt í annarra þágu, leggi ann-
arskonar skilning í bókmenntir sem það les en fólk af borgarastétt
sem býr við betri kjör og meira sjálfstæði í starfi. Hinn alþýðlegi
lestrarháttur leggur mest upp úr félagslegu efni skáldverks, skýrir
atferli sögufólks eftir afstöðu þeirra sín í milli og til samfélagsins.
Borgaralegur lestrarháttur beinist á hinn bóginn fyrst og fremst að
hinum sálfræðilega og siðferðislega efnivið, skýrir atferli sögu-
fólks fremur eftir persónulegum eiginleikum þeirra og innhyrðis
afstöðu en félagslegum ástæðum þess.
En í viðteknum bókmenntafræðum, sögu, kennslu og gagnrýni
bókmennta, er hinn borgaralegi lestrarháttur og skilningur bók-
mennta allsráðandi. Bókmenntafræðin kemur heim við þann skiln-
ing bókmennta sem lesendum af borgarastétt er eiginlegur, öfugt
við lesendur úr alþýðustéttum sem einatt meta bókmenntir þveröfugt
við hin viðteknu fræði.
Þegar þetta er orðið Ijóst verða einnig ljós ný viðfangsefni í fé-
lagsfræði bókmennta. Þau varða bæði skáldsögur í samfélaginu og
samfélagið í skáldsögum.
Það er í fyrsta lagi mikilsvert að gera sér grein fyrir félagslegu
hlutverki, eða notagildi, bókmenntanna, útbreiðslu og afnotum bóka
á hverjum tíma. Hverjir lesa hvað, og hvers vegna?
Til að leysa þetta viðfangsefni þarf á að halda annars vegar
kenningu eða aðferð til að sundurgreina formgerð og byggingu
skáldrita, margbreytileg merkingarsvið eins og sama texta, en hins