Skírnir - 01.01.1973, Page 206
204
ÞOR WHITEHEAD
SKÍRNIR
tilraunir danskra sendimanna til að blanda Bretum í sambandsmál-
ið. Þessir sendimenn voru í meira eða minna mæli slitnir úr tengsl-
um við stjórnina í Kaupmannahöfn. Þeim var ljóst, að Island átti
alls kostar við Danmörku eins og mál höfðu skipazt. Þeir reyndu
því að vernda hagsmuni Danmerkur gagnvart íslandi með því að
beita fyrir sig þeim stórveldum, sem Islendingar áttu mest undir.
I Reykjavík „ráðfærði“ danski sendiherrann, F. le Sage de Fon-
tenay, sig um sambandsmálið við brezka starfsbróður sinn, C.
Howard Smith.2 Nokkru síðar tókst danska sendiherranum í Lond-
on, Eduard Reventlow greifa, að sannfæra brezka utanríkisráðu-
neytið um nauðsyn þess að halda aftur af íslendingum. Bretar töldu
tafarlaus sambandsslit lögleysu. Þeir óttuðust, að ef til slíks kæmi
myndu Danir ásaka þá fyrir að hafa valdið skilnaðinum. Reventlow
spilaði einmitt á þessa strengi. Smith sendiherra var falið að telja
ríkisstjórn Islands af sambandsslitum.3
I febrúarbyrjun 1941 hitti Smith að máli þá Hermann Jónasson
forsætisráðherra og Stefán Jóh. Stefánsson, sem fór með utanríkis-
mál. Sendiherrann lét í ljós andstöðu Bretastjórnar við þær fyrir-
ætlanir, sem uppi væru um að ráðast strax í sambandsslit. Hermann
sagði Smith þá skoðun sína, að til slita kæmi ekki í bráð. íslend-
ingar myndu lýsa sambandslögin úr gildi fallin, en áskilja Dönum
rétt til samningaviðræðna.4 Þessi skoðun Hermanns varð sigursæl
á Alþingi, eins og maíyfirlýsing þingsins ber vott um. Sú yfirlýs-
ing gat trauðla talizt stangast á við sambandslagasáttmálann að
dómi lögfræðiráðunauts brezka utanríkisráðuneytisins.5 Bretar
máttu sæmilega við una, þar sem aðaltakmark þeirra var frestun
málsins.
Þegar sambandsmálið var endurvakið vorið 1942, höfðu kring-
umstæður á margan hátt breytzt. í Morgunblaðsviðtali rakti Ólafur
Thors forsætisráðherra breytingarnar, sem hann sagði hafa ráðið
því, að málið kom aftur á dagskrá. Vafi hefði leikið á því fyrir ári,
hvort stórveldin viðurkenndu lýðveldisstofnun. Óvissan um þetta
hefði verið ein höfuðástæðan fyrir því, að þingið frestaði sambands-
slitum. Stuttu eftir maíyfirlýsingu Alþingis hefði herverndarsamn-
ingurinn við Bandaríkin valdið nýjum viðhorfum. Samningurinn
hefði skuldbundið Bandaríkjamenn og Breta til að viðurkenna, „al-
gert frelsi og fullveldi íslands“. Stjórnarskrárbreyting og kosning-