Skírnir - 01.01.1973, Page 209
SKÍRNIR
STÓRVELDIN OG LYÐVELDIÐ
207
einn valdamesti maður Bandaríkjanna. Tilmæli Bandaríkjastjórnar
lilutu að vega enn þyngra á metunum, þegar þvílíkur áhrifamaður
kom þeim til skila.
Hopkins var þekktur að því að fara eigin leiðir, og það gerði
hann í erindrekstrinum við Olaf Thors. Hann lét þess að engu getið,
hvaðan tilmælin voru raunverulega komin. Ólafur hafði það hins
vegar eftir Hopkins, að hann flytti sér sérstök skilaboð Roosevelts
forseta. Af þessu spratt sá misskilningur, að Hopkins hefði lagt leið
sína til íslands vegna lýðveldismálsins. Bandaríska utanríkisráðu-
neytið frétti reyndar fyrst um milligöngu Hopkins frá Thor Thors
sendiherra. Tíðindin komu Cumming algjörlega á óvart, og hann
sagði Thor, að Hopkins hefði enga heimild haft til afskipta af mál-
inu.12 Mikill rígur og valdastreita var milli Hopkins og utanríkis-
ráðuneytisins. Viðbrögð Cummings má eflaust skýra í því ljósi,
enda hafði ráðuneytinu ekki borizt skýring Warners á afskiptum
Hopkins.
Nokkrum dögum eftir kvöldboðið kom Warner því loksins í verk
að flytja forsætisráðherra tilmælin í nafni Bandaríkjastjórnar. Ólaf-
ur taldi þau koma sér í „afar vandræðalega aðstöðu“. Þingnefnd
hefði þegar gengið frá tillögu til stjórnarskrárbreytingar um stofnun
lýðveldis. Hann hefði sjálfur opinberlega lýst sig fylgjandi lýð-
veldisstofnun á árinu.13
Svar íslenzku ríkisstjórnarinnar við tilmælum Bandaríkjastjórn-
ar var ekki ótvírætt. Ríkisstj órnin sagðist hafa lýst því yfir, að hún
ætlaði að leiða sambandsmálið til lykta á árinu. Frá þessari á-
kvörðun væri ekki hægt að víkja án þess að gefa skýringu opinber-
lega. Bent var á, að slíka skýringu mætti nota til áróðurs — væntan-
lega af Þjóðverjum. Bandaríkjastjórn var heðin um að taka sjónar-
mið íslendinga til „jafnvinsamlegrar athugunar eins og vér á vora
hlið erum hinsvegar fúsir til að íhuga það, sem stjórn Bandaríkj-
anna kynni að hafa frekar fram að bera við oss“.14
I Washington voru menn ekki á eitt sáttir um, hvernig snúast
bæri við svari ríkisstjórnar íslands. Cumming taldi frekari tilraun-
ir til að halda aftur af íslendingum vonlausar. Þær myndu aðeins
til þess fallnar að valda óvild í garð Bandaríkjanna.15 Hann gerði
uppkast að svarskeyti, þar sem hörmuð var ákvörðun Islendinga,
en því lýst yfir, að Bandaríkin myndu ekki beita sér frekar í mál-