Skírnir - 01.01.1973, Page 210
208
ÞOR WHITEHEAD
skírnir
inu. Yfirboðari Cummings, Ray Atherton, óskaði eftir „miklu
ákveðnara“ svari gegn fyrirætlun Islands. Nýtt svar var samið í
anda Athertons16 og undirstrikuð sú ósk Bandaríkjanna, að sam-
bandsslit yrðu látin bíða betri tíma.17
Þegar Olafur Thors veitti nýja boðskapnum viðtöku endurtók
hann, að staða sín væri mjög erfið. Hann innti Warner eftir því,
hvort Danir hefðu hvatt Bandaríkj amenn til að beita sér gegn fyrir-
ætlun Islendinga. Warner sagði sem satt var, að Fontenay hefði
oftsinnis borið sambandsmálið upp við sendiráð sitt. Boðskapur
Bandaríkjastjórnar sýndi hins vegar, að það væru ekki danskir
hagsmunir, sem réðu ferðinni.18
Alþingi lét að vilja Bandaríkjastjórnar. I septemberbyrj un á-
kvað þingið að skjóta sambandsmálinu enn á frest. Ríkisstj órnin
brá þá á það ráð að bera fram nýtt frumvarp um stj órnarskrár-
breytingu. Með samþykki þessa frumvarps var svo gengið frá hnút-
unum, að hægt var að afgreiða sambandsmálið með stuttum fyrir-
vara. Sambandsslit þurftu nú ekki lengur að kosta þingrof og kosn-
ingar, heldur nægði samþykkt eins þings og staðfesting hennar í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Er Alþingi hafði afgreitt stjórnarskrárbreytinguna í september
1942, fór Ólafur Thors fram á leyfi Bandaríkjastjórnar til að birta
tilmæli hennar. Birtingin væri nauðsynleg til þess að stjórnin gæti
gert hreint fyrir sínum dyrum. í samtali við Warner kom fram, að
Ólafur bar þungan hug til Hermanns Jónassonar, sem hefði m. a.
nefnt sig landráðamann. í hita alþingisumræðnanna hefði mátt
líta glottandi andlit Fontenays á þingpöllum. Ólafur taldi, að frest-
un lýðveldisstofnunarinnar myndi vafalaust kosta sig mörg atkvæði
í haustkosningunum. Hún hefði valdið sér miklum erfiðleikum inn-
an eigin flokks. Um tíma hefði hann verið að því kominn að segja
af sér ráðherradómi til þess að þurfa ekki að ganga á bak orða
sinna um sambandsslit á árinu.
Ólafur sagði, að það „skipti sig engu máli“, þótt lýðveldismálið
yrði ekki leitt til lykta fyrr en í maí 1944 eða nokkrum mánuðum
síðar. Aðalatriðið væri að tryggja, að málið kæmist endanlega í
heila höfn.19 Þessi orð Ólafs verður að skilja svo, að hann hafi
verið knúinn til þess af pólitískum ástæðum að beita sér fyrir hrað-
skilnaði árið 1942. Þetta kemur reyndar heim við ummæli Ólafs