Skírnir - 01.01.1973, Page 211
SKÍRNIR
STÓRVELDIN OG LÝÐVELDIÐ
209
við Howard Smith í maílok sama ár. Þá sagði hann það persónu-
lega skoðun sína, að æskilegra væri að sambandsslitum „yrði enn
frestað í samræmi við ályktunina frá 17. maí 1941“.20
Olafur gat þess í áðurnefndu samtali við Warner, að hann hefði
fyrrum talið, að Bandaríkin óskuðu eftir sambandsslitum árið
1942. Nú sagðist hann kominn á þá skoðun, að Bandaríkin væru
andstæð lýðveldisstofnun, jafnvel árið 1944. Warner sagði Banda-
ríkjastjórn þess ekki fýsandi, að Island yrði bundið Danmörku
„lengur en gildandi sambandslög gerðu ráð fyrir“. Ólafur lét sér
þetta ekki nægja. Hann ætlaði að láta Thor Thors spyrjast fyrir um
afstöðu Bandaríkjastjórnar, eða halda sjálfur til Washington.21
Beiðni Ólafs um birtingu á tilmælum Bandaríkjastjórnar var
fúslega veitt, enda voru þau samin með það í huga.22 Þá fór Thor
Thors fram á það við Cordell Hull utanríkisráðherra, að hann
lýsti afstöðu Bandaríkjastjórnar til lýðveldisstofnunar árið 1944.
Thor hafði það eftir bróður sínum, að ástandið á Alþingi hefði
verið sem í „brennandi víti“. Ólafur hefði hætt pólitískri framtíð
sinni og flokks síns með því að fara að vilja Bandaríkjastjórnar.
Vegna komandi alþingiskosninga hefði forsætisráðherra því gripið
til þess ráðs að leggja fram ályktun um lýðveldisstofnun 1944. Ef
Cordell Hull tæki þessari ályktun vinsamlega óskaði Thor eftir
formlegu svari ráðherrans. Að öðrum kosti óskaði hann aðeins að
fá svar „óformlega og ekki opinberlega“.23
í Washington var engin fyrirstaða fyrir því að lýsa blessun yfir
lýðveldisstofnun árið 1944.2 4 Cordell Hull staðfesti þetta við Thor
Thors og Leland B. Morris, sendiherra, gerði slíkt hið sama í
Reykjavík.25
III. BRETAR SKIPTA UM SKOÐUN
Bretar höfðu engin afskipti af frestunarbeiðni Bandaríkjamanna.
Síðla árs 1941 höfðu Bretar reyndar einsett sér að skipta sér ekki
frekar af sambandsmálinu. Þessa ákvörðun má rekja til þess, að
Danmörk gerðist aðili að andkommúnistabandalagi (Anti-Komin-
tern) möndulveldanna. Fontenay hugleiddi þá að segja sig úr lögum
við dönsku ríkisstjórnina, en lýsa sig fulltrúa frjálsra Dana. í des-
emberbyrjun 1941 eggjaði Kauffmann, sendiherra í Washington,
14