Skírnir - 01.01.1973, Page 212
210
ÞOR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Fontenay til að ganga í þjónustu frjálsra Dana. Var þetta gert
með tilstyrk Bandaríkjastjórnar. Howard Smith ráðlagði MacVeagh
að afla tryggingar ríkisstjórnar íslands fyrir því, að vistaskipti
Fontenays yrðu ekki notuð til sambandsslita. Smith lagði til við
stjórn sína, að hún styddi væntanlega málaleitan MacVeaghs.1
í London hlaut tillaga Smiths daufar undirtektir. Andrúmsloftið
var gjörbreytt frá því í ársbyrjun, er Bretar hvöttu til frestunar
sambandsslita. Bretar töldu nú ástæðulaust að hafa samvizkubit eða
áhyggjur af því, að Islendingar gripu til sambandsrofa. Það gæti
reyndar verið til hagsbóta „vegna nýrra kringumstæðna, er rísa af
aðild Dana að andkommúnistasáttmálanum“.2 Howard Smith var
skýrt frá þessum nýju viðhorfum. Fontenay hafði ráðfært sig við
hann, en Smith var fyrirskipað að láta Danann einan um að gera
upp hug sinn. Trygging frá íslenzku ríkisstjórninni væri óþörf. Ef
MacVeagh leitaði eftir henni, yrði Smith þó að veita honum
stuðning til að forðast leiðindi.3
Howard Smith túlkaði fyrirmæli sín sem stefnubreytingu. Hann
taldi óljóst, hvort utanríkisráðuneytinu þætti mikilvægara að
verja réttindi Danakóngs eða hirta dönsku stjórnina fyrir inn-
gönguna í andkommúnistabandalagið.4 Utanríkisráðuneytið vildi
elcki viðurkenna berum orðum að um stefnubreytingu væri að
ræða. í svari til Howards Smith sagði, að aðstæður hefðu breytzt
frá upphafsdögum brezka hernámsins. Sambandsslit hefðu þá
kostað Breta skömm í hattinn. Slitum hefði hins vegar verið frestað
og Dönum verið skýrt frá tilmælum Breta. Síðan þetta gerðist,
hefðu íslendingar gert það deginum ljósara, að sambandið yrði
rofið að fullu. Þetta væri aðeins spurning um tíma. Danska stjórnin
hefði stöðugt hneigzt til aukinnar samvinnu við Þjóðverja. Af
þessum kringumstæðum leiddi, að Bretland vildi hvorki hvetja né
letja íslendinga í sambandsmálinu. Stjórnin hefði því ekki viljað
skipta sér af vanda Fontenays.5
Við endurvakningu lýðveldismálsins vorið 1942, íhuguðu Bretar
að nýju, hvort skerast bæri í leikinn. Niðurstaðan var enn sú, að
afskiptaleysi hentaði bezt. Talið var ósennilegt, að Þjóðverjar gætu
lengur notað sambandsslit í áróðursskyni gegn Bretum. Áhugi Breta
á íslandsmálum hefði „minnkað verulega“ vegna bandarísku her-
verndarinnar.6