Skírnir - 01.01.1973, Page 216
214
ÞOR WHITEHEAD
SKÍRNIR
tíðarstefna Bretlands gagnvart Norðurlöndum væri afráðin. Kenn-
ing Shepherds fékk engan byr í London. Ljóst var, að fátt yrði
Sovétríkjunum betri vegur til vinsælda á íslandi en að Vestur-
veldin dagaði uppi með Danakóngi. Viðhald konungssambandsins
var talið gagnslaust og óheppilegt fyrir framtíðarhagsmuni Bret-
lands.8 Shepherd var áminntur um að halda sig við fyrri fyrirmæli
um afskiptaleysi.9
Ríkisstjórn Islands og stjórnmálaflokkarnir lýstu því yfir, að
konungsboðskapur gæti engu breytt um lýðveldisstofnun.10 í
Reykjavík voru uppi bollaleggingar um það, hvort boðskapurinn
væri raunverulega frá Kristjáni X. kominn. Vilhjálmi Finsen, sendi-
herra í Stokkhólmi, var falin rannsókn málsins.11 Jón Krabbe sendi-
fulltrúi í Kaupmannahöfn tjáði Vilhjálmi, að konungur kynni að
hafa ráðfært sig við krónprinsinn og nokkra af fyrrverandi ráð-
herrum, áður en hann sendi boðskapinn. Við Þjóðverja hefði hann
sannarlega ekki rætt. Sænski sendiherrann í Höfn taldi boðskapinn
„hugmynd konungsins og ekki tilkominn vegna neinna þvingana“.12
Konungsboðskapurinn virðist hafa orðið Reventlow og Fonte-
nay hvatning til nýs andófs gegn fyrirætlunum íslendinga. Sendi-
herrarnir leituðust við að bjarga því, sem bjargað varð. Reventlow
sneri sér enn til brezka utanríkisráðuneytisins og hafði samfylgd
Fontenays. Sendiherrarnir sögðu markmið sitt að verja Danakóng
afleiðingunum af „flani íslenzkra þegna hans hátignar“. Þeir færu
ekki fram á frestun sambandsslita eða lýðveldisstofnunar „enda
viðurkenndu þeir, að það væri tilgangslaust“. Reventlow sagði, að
norski ambassadorinn í London hefði hins vegar sett fram þá hug-
mynd, að ísland tæki sér sambandsslit Noregs og Svíþjóðar til
fyrirmyndar. Afhenti greifinn Bretum greinargerð um það mál. Ef
ísland færi að dæmi Noregs, yrði lýðveldi stofnað de facto, en
frestað að leita viðurkenningar annarra ríkja, fyrr en að loknum
viðræðum og tilkynningu Kristjáns X. um að hann hefði lagt niður
konungdóm á íslandi. Lýðveldisstofnunin yrði þannig eins konar
innanríkismál íslands, meðan Danmörk væri hersetin. Sendiherr-
arnir óskuðu eftir því, að Bretar hvettu ríkisstjórn Islands til að
velja leið Noregs.
Sir Orme Sargent varð fyrir svörum. Hann taldi óhæft að jafna
saman sambandsslitum Svía og Norðmanna og lýðveldisstofnun á