Skírnir - 01.01.1973, Page 217
SKÍRNIR
STÓRVELDIN OG LÝÐVELDIÐ
215
íslandi. Það væri afar ósennilegt, að Bretastjórn vildi skipta sér af
þessu einkamáli Islendinga og Dana. Afskipti Breta yrðu einnig
vitagagnslaus því ótrúlegt væri, að Islendingar breyttu ákvörð-
unum sínum.13
í lok samtalsins við Sir Orme sagðist Reventlow ætla að leita til
norsku stjórnarinnar vegna sambandsmálsins. Tilgangurinn var
augljóslega sá að mynda nokkurs konar norrænt bandalag til
stuðnings frestunartilraununum. Noregur og Svíþjóð höfðu áður
komið við sögu sambandsmálsins af svipuðu tilefni. Samkvæmt
brezkum gögnum reyndu þessi ríki að aftra lýðveldisstofnun
1942. Um svipað leyti og Bandaríkjamenn báru upp tilmæli sín,
mæltust þau til þess, að íslendingar hlíttu sambandslögum og
hegðuðu sér „sómasamlega“.14 Snemma vors 1944 var uppi kvittur
um afskipti Svía. Thor Thors skaut því að Ólafi bróður sínum,
hvort ekki væri réttast að lýsa Otto Johansson, sendiherra Svía,
persona non grata á Islandi. Thor hafði hermt, að „miðstöð and-
skilnaðarmanna“ hefði verið í sænska sendiráðinu. Johansson
hefði verið milligöngumaður í sambandsmálinu fyrir danska og
sænska jafnaðarmenn við Alþýðuflokkinn.15 Hvað sem hæft er í
þessu, er ljóst, að Norðmenn og Svíar voru þess hvetjandi, að ís-
land frestaði endanlegum sambandsslitum við Dani sumarið 1944.
Reventlow hlýtur að hafa fundið góðan hljómgrunn fyrir erindi
sitt hjá Norðmönnum. Trygve Lie utanríkisráðherra lét í ljós á-
hyggjur við Breta vegna þeirrar aðstöðu, sem Noregur kæmist í
við lýðveldisstofnun.
Vafamál væri, hvort önnur ríki ættu að viðurkenna breytingu á réttarstöðu,
er skapaðist af óeðlilegum kringumstæðum sprottnum af styrjöld. Vonandi
myndi ríkisstjórn íslands ekki ganga ríkt eftir slíkri viðurkenningu, sem
kæmi einstaklega illa við Hákon konung með hliðsjón af skyldleika hans við
Danakóng.
Lie sagði, að Hákon konungur harmaði nýlegan boðskap bróður
síns til íslendinga. Hann vildi samt ekkert gera Kristjáni á móti
skapi. Þess bæri þó að gæta, að mikill hluti Norðmanna ætlaðist
til tafarlausrar viðurkenningar lýðveldisins, ef slíkt virtist í sam-
ræmi við alþjóðalög. Af þessum sökum „væri eina trygga leiðin . . .
að halda sig að nákvæmlega sömu afstöðu og brezku og banda-
rísku ríkisstjórnirnar“. Þetta væri niðurstaða Hákonar konungs