Skírnir - 01.01.1973, Page 219
SKÍRNIR
STÓRVELDIN OG LÝÐVELDIÐ
217
sem fulltrúi Danmerkur myndi ekki berjast gegn henni á laga-
grundvelli“. Greinargerðin var samin af Carli Brun sendiráðu-
nauti.* Þar sagði, að jjað yrði í andstöðu við vilja dönsku þjóð-
arinnar, ef einhliða sambandsslitum yrði mótmælt í nafni Danmerk-
ur. Vikið var að fyrri afstöðu Dana til íslands. Áður en til þýzka
hernámsins kom, hefði danska stjórnin „reitt sig á, að mögulegt
yrði að ná samkomulagi um endurnýjun sambandsins í breyttu
formi . . .“3 Þessi orð koma heim við ummæli Reventlows í árs-
byrjun 1941, er hann bað Breta fyrst liðsinnis. Greifinn nefndi þá
„hinn mikla áhuga Kristjáns konungs á að halda konungdómi á
fslandi, jafnvel þótt einvörðungu væri um persónusamhand að
ræða . . ,“.4 Carl Brun fullyrti, að eftir íslandsferðina 1936 hefði
Stauning „haft rökstuddar ástæður til að halda að íslendingar
vildu halda sambandinu áfram eftir árslok 1943“.5
Kauffmann var umhugað um, að sambandsslitin gætu farið fram
í fullri vinsemd, þótt hann virðist hafa gert sér vonir um einhvers
konar samningaviðræður að ófriði loknum. Hann hvatti því aðra
sendimenn Danakonungs til þess að sætta sig við lýðveldisstofnun.
í febrúar 1944 var Brun gestur í afmæli Thor Thors. Thor reit í
dagbók sína:
IBrun] sagði Kauffmann og hann hefðu ekki skift sér af skilnaðarmálinu
fyrr en fyrir nokkrum dögum að þeir hefðu skrifað State Dept. [bandaríska
utanríkisráðuneytinul nótu þar sem þeir lýstu sig samþ[ykkal gjörðum Is-
Uendingal. Það væri rétt af okkur að skilja nú í ár ... Hann sagði þeir
hefðu bannað Fontenay að vera með nokkra uppsteit og Fontenay lofað að
vinna með þeim. Reventlow ... væri tregur. Brun sagði að ýmsir Danir
hefðu óskað við héldum kóngi og sameiginlegri utanríkisstefnu.6
Meðan Kauffmann hvatti Fontenay til umburðarlyndis, reri
Reventlow að því, að andstaðan gegn lýðveldisstofnun yrði sem
„sterkust og áhrifamest ...“.7 Meginsjónarmið Kauffmanns varð
yfirsterkara skoðunum Reventlows á fundinum í London. Hvatning
sendiherranna til konungs um að samþykkja lýðveldisstofnun var í
anda Kauffmanns. Ekki er að sjá, að Kauffmann hafi borið upp þá
ósk í Washington, að farið yrði fram á frestun á viðurkenningu.
Kauffmann hlaut líka að vita að slík ósk væri tilgangslaus. Kon-
* Fyrir komu sína til Washington starfaði Brun í danska sendiráðinu í
Reykjavík og var öllum Imútum kunnugur á íslandi.