Skírnir - 01.01.1973, Page 221
SKIRNIR
STÓRVELDIN OG LÝÐVELDIÐ
219
hefðu getað orðið henni samfara eins og Pétur benti á í skýrslu
sinni. Ósk Möllers um íslandsferð var eflaust sprottin af vilja hans
að láta skilnað fara fram í bróðerni, og víst er, að hann varð fyrstur
Dana til að senda Islendingum árnaðaróskir við lýðveldisstofnun.11
Það var samdóma álit Christmas Möllers og Carl Bruns eins og
annarra Dana, sem til þekktu, að íslendingar hefðu raunverulega
aldrei litið á Kristján X. sem sinn konung. Þá sjaldan, sem kon-
ungur hefði heimsótt landið, hefðu landsmenn litið á hann sem
hvern annan erlendan þjóðhöfðingja. Brun var einnig á þeirri
skoðun, að „komur Knúts prins til íslands hefðu lítið stuðlað til
þess að auka virðingu Islendinga fyrir konungsættinni“.12
VI. VIÐHORF BANDARÍKJANNA OG
BRETLANDS 1944
Bandaríkjamenn og Bretar yfirveguðu afstöðu sína til lýðveldis-
stofnunar á Islandi, er Ijóst varð, að málið yrði útkljáð á árinu
1944. Þrátt fyrir frestunarbeiðnina 1942 var grundvallarafstaða
Bandaríkjanna til sambandsslita aldrei blendin. Þeir voru ekki í
neinum vafa um, að íslendingar væru lausir allra mála við Dani
eftir maí 1944.* Sambandssáttmálinn var talinn fallinn úr gildi frá
þeim tíma - „útrunninn“ eins og Bandaríkjamenn orðuðu það.1 I
huga Breta var málið alls ekki svo einfalt. Hagsmunasjónarmiðum
Breta, sem lýst er að framan, verður að halda alveg aðgreindum
frá viðhorfum þeirra til lagahliðar sambandsmálsins. I vangavelt-
um þeirra í gegnum árin kom fram efi um lagalegan og siðferðileg-
an rétt fslendinga til sambandsslita 1944. Bretar hölluðust upphaf-
lega að svipuðum sjónarmiðum og danska stjórnin. Danir bundu
sig bókstaflega við ákvæði sambandslaganna um viðræður land-
anna. Bretar töldu um eitt bil, að það væri „ekki fullkomlega rétt-
lætanlegt að lýsa lögin sjálfkrafa úr gildi“ árið 1944, án undan-
genginna viðræðna. Siðferðilega stæðu íslendingar þó betur að
vígi 1944 en ef til sambandsslita kæmi fyrr. Meginsjónarmið Breta
var, að tíminn ynni íslendingum aukinn rétt.2 Þeir töldu þennan
rétt ekki jafn afdráttarlausan í siðferðilegu og lagalegu tilliti og
Bandaríkjamenn. Árið 1943 var sú skoðun orðin ríkjandi í Lond-
* Maíyfirlýsing Alþingis frá 1941 var talin jafngilda tilmælum til Dana um
að hefja viðræSur.