Skírnir - 01.01.1973, Page 222
220
ÞOR WHITEHEAD
SKÍRNIR
on, aö áframhaldandi hernám Danmerkur réttlætti sambandsslit
1944. Væri Danmörk hins vegar orðin frjáls, gegndi öðru máli. Þá
væri „eðlilegt og í samræmi við anda sambandslaganna, að loka-
skrefið yrði ekki stigið, án samþykkis Danmerkur11.3
í marz 1944 lagði M. L. Clarke í „Norðurdeild“ brezka utan-
ríkisráðuneytisins drög að endanlegri afstöðu Breta til sambands-
slita. Clarke taldi, að lagaréttur íslendinga væri orðinn „alveg
nógu sterkur til að fullnægja kröfum okkar og annarra landa . .
... við ættum því að taka niðurfellingu sambandslaganna og stofnun ís-
lenzks lýðveldis með góðum huga, án flærðaráhuga, en á hinn bóginn ekki
með of miklum semingi, því við verðum að forSast allt, sem móðgað gæti
Island eða Danmörku.4
Meðan á áróðri dönsku sendimannanna stóð vorið 1944, komst
lýðveldismálið á dagskrá milli Breta og Bandaríkj anna. Bretar
ætluðu sér að forðast öll óþægindi, og þeim var umhugað um, að
Bandaríkin tækju þessa stefnu til fyrirmyndar. 1 maíbyrjun
1944 gerðu Bretar Bandaríkjamönnum grein fyrir skoðunum sín-
um á lýðveldisstofnun. Áðurgreind orð Clarkes voru þar höfð að
leiðarljósi. Lagalega væri ekki um neina erfiðleika að ræða. ís-
lendingar hefðu reynt að fara að sambandslögunum eins og kring-
umstæður leyfðu. Island hefði verið sjálfstætt ríki frá 1918 og
einu stj órnmálatengslin við Danmörku hefðu rofnað 1940. Þetta
hefði Bretastjórn og aðrar ríkisstjórnir viðurkennt með því að taka
upp beint stjórnmálasamband við ísland. „Því fremur ber stjórn
hans hátignar að viðurkenna nýja stöðu íslands . . .“. Við lýðveld-
isstofnun þyrfti aðeins að viðurkenna nýtt stjórnarform og þar með
afnám konungdóms. Frá almennu hagsmunasjónarmiði séð væri
einnig óheppilegt að fresta viðurkenningu. Dönsku sendiherrarnir
vnnu að því að auðvelda kóngi að fallast á lýðveldisstofnun. En
jafnvel þótt Kristján X. léti ekki segjast, myndu Bretar ekki fresta
viðurkenningu.5
Bandaríkjamenn voru einráðnir í afstöðu sinni til lýðveldisstofn-
unar, er þeim barst boðskapur Breta. Að venju höfðu þeir hvorki
borið stefnu sína undir Breta né sýnt áhuga á að taka höndum sam-
an við þá.
Svar Bandaríkjamanna við boðskap Breta var á þá lund, að þeir
væru sammála um, að engir lagalegir annmarkar væru á viður-