Skírnir - 01.01.1973, Page 223
SICÍRNIR
STÓRVELDIN OG LYÐVELDIÐ
221
kenningu lýðveldisins. Fyrir tveimur árum hefðu þeir lýst því yfir,
að ekkert væri viS lýðveldisstofnun að athuga árið 1944. Með her-
verndarsamningnum hefðu Bandaríkin einnig skuldbundið sig til
að viðurkenna sjálfstæði Islands. 1 boðskap Breta var þessarar
skuldbindingar aðeins getiS á þann hátt, að „nokkrir Islendingar“
teldu hana gilda um sambandsslitin. Bandaríkjamenn tóku öll tví-
mæli af um það, að þeir álitu þennan skilning Islendinga réttan.
Mótbárur konungs gegn lýðveldisstofnun voru harmaðar; þær
breyttu í engu fyrri ákvörðun um viðurkenningu. TekiS var undir
það, að ekki mætti særa tilfinningar Dana. En Bandaríkjamenn
ætluðu sér að fagna lýðveldisstofnuninni: „Hvað varðar almenna
afstöðu . . . er lagt til, að lýðveldið Ísland verði boðið hjartanlega
velkomið sem nýjasti meðlimurinn í þjóðafjölskyldunni.“6
Bretar og Bandaríkjamenn höfðu komizt að svipaðri niðurstöðu
um lagalegan rétt íslendinga. Skoðanamunur þeirra snerist um
formsatriði - hvernig fagna bæri lýðveldisstofnun. Agreiningurinn
virðist í fljótu bragði rista grunnt. En þegar betur er að gáð, spegl-
ar hann viðhorf ríkjanna tveggja til íslands og hug þeirra til lýð-
veldisstofnunar.
Ekki þarf langan lestur á ráðuneytisgögnum til að sannfærast
um, að viðhorf manna við lýðveldisstofnun voru allólík í Washing-
ton og London. Þeirrar nærgætni við tilfinningar Dana, sem svo
mjög einkenndi sjónarmið Breta, gætti miklu minna í Washington.
í aprílmánuði 1944 lagði Cumming deildarstjóri til, að skipaður
yrði sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta við lýðveldisstofnunina.
Cumming greindi frá þeim hagsmunum, sem lágu að baki tillög-
unni:
Eg er þeirrar skoðunar, að núverandi samskipti okkar við Island, sem byggj-
ast á dvöl hers okkar í landinu o. s. frv., auk hagsmuna okkar eftir stríð, svo
sem beiðni um flota- og flugbækistöðvar í samræmi við áætlanir, sem hlotið
hafa samþykki yfirherráðsins og forsetans, krefjist þess, að við látum sérstak-
lega til okkar taka í tilefni þessa sögulega atburðar í íslenzku þjóðlífi.
Með skipun sérstaks erindreka yrði staðfest „hversu mikils við
metum inngöngu þeirra [íslendinga] sem fullvalda og frjáls lýð-
veldis í þjóðafjölskylduna“. Erindrekinn, Louis G. Dreyfus sendi-
herra, skyldi halda aSalhátíðarræSuna fyrir hönd erlendra sendi-
manna. Væri þetta samkvæmt ósk íslenzku ríkisstjórnarinnar.7