Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 228
226
ÞOR WIIITEHEAD
SKÍRNIR
Norðmenn voru samkvæmir sjálfum sér. Þeir sneru sér til Breta
og Bandaríkjamanna með fyrirspurn um, hvað' þeir ætluðust fyrir.
Reusch, í norska utanríkisráðuneytinu, lét þess getið við Breta, að
eflaust „yrði Noregskonungur harla glaður, ef komizt yrði hjá
slíkri skipun“.13 Fyrir milligöngu Breta höfðu Svíar samráð við
Noreg um viðurkenningu og þátttöku í lýðveldishátíð.11 Er Bretar
og Bandaríkjamenn tilkynntu í júníbyrjun skipun sérstakra erind-
reka með ambassadorstign, fylgdu Norðmenn strax dæmi þeirra.
Nokkrum dögum síðar gerðu Svíar slíkt hið sama.15
Um það bil, sem þjóðaratkvæðagreiðslunni lauk, hafði margt
bent til þess, að Norðmenn og Svíar tækju upp þykkjuna fyrir
Danakóng og neituðu að viðurkenna lýðveldið. Er Vilhjálmur Þór
tilkynnti erlendum sendimönnum niðurstöðu þjóðaratkvæðisins,
færðu sendiherrar stórveldanna þriggja utanríkisráðherra persónu-
legar árnaðaróskir sínar. Var þetta bending um að stórveldin við-
urkenndu lýðveldisstofnun. Sendiherrar Norðurlanda létu ekki til
sín heyra, og sagði það sína sögu. Skoðanir sænska sendiherrans
voru sagðar endurspegla skrif sænsku dagblaðanna, sem tóku mjög
neikvæða afstöðu til lýðveldisstofnunar.1,3 Fontenay var ekki á
landinu, þar sem hann fékk ekki fararleyfi frá Bretlandi. Frá hon-
um kom leynilegur og persónulegur boðskapur ætlaður forsætis-
ráðherra, dr. Birni Þórðarsyni.* Fontenay vakti athygli Björns á
hætti Norðmanna 1905, er þeir frestuðu að tilkynna erlendum ríkj-
um konungaskiptin:
Eg er sannfærður um, að samskonar háttur væri heppilegur og auðveldaði
stórum framtíðarskipti Islands og Danmerkur.
Eg tel það skyldu mína, vegna mikils áhuga á vinsamlegri þróun ... og von
um, að ástand heimsmála skýrist á næstunni að leggja eindregið til, að til-
kynningin [um stjórnarformsbreytingu] verði tekin til nákvæmrar og gaum-
gæfilegrar athugunar.17
Þessi svanasöngur Fontenays kom fyrir ekki. Bretum og Banda-
ríkjamönnum varð ekki otað gegn Islendingum, og því var leikur-
inn á enda. Fontenay var engu bættari, þótt Norðmenn og Svíar
* Af einhverjum ókunnum ástæðum er boðskaparins að engu getið í bók dr.
Björns Þórðarsonar Alþingi og frelsisbaráttan 1874-1944. Afrit af skeyti
Fontenays er að finna í skjölum hrezka utanríkisráðuneytisins. Allt bendir til
þess, að skeytinu iiafi verið komið til danska sendiráðsins í Reykjavík, sem
átti að koma því áfram til forsætisráðherra.